Sú markahæsta fer til Portúgals

Emma Hawkins í leik með FHL.
Emma Hawkins í leik með FHL. mbl.is/Óttar Geirsson

Emma Hawkins, leikmaður FHL í 1. deild kvenna, er á leiðinni til Damaiense í Portúgal samkvæmt heimildum mbl.is.  

Hawkins var búin að semja við Damaiense um að fara þangað um leið og FHL væri búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni. Í dag tryggði FHL sér sæti í Bestu deildinni með 5:1 sigri gegn ÍBV og skoraði Hawkins þrennu.  

Þorlákur Árnason er þjálfari Damaiense og er hann að fá markahæsta leikmann 1. deildarinnar en Hawkins hefur skorað 24 mörk í 14 leikjum á þessari leiktíð.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert