16. umferð: Gígja 250, Hulda 200 og Natasha 100 - met jafnað

Gígja Valgerður Harðardóttir, önnur frá hægri, er komin með 250 …
Gígja Valgerður Harðardóttir, önnur frá hægri, er komin með 250 deildaleiki á ferlinum. mbl.is/Eyþór Árnason

Gígja Valgerður Harðardóttir komst í fámennan hóp íslenskra knattspyrnukvenna í gær þegar hún lék með Víkingi í sigurleiknum gegn Keflavík í 16. umferð Bestu deildar kvenna.

Þetta var hennar 250. leikur í deildakeppninni á Íslandi og hún er 27. íslenska konan frá upphafi sem nær þeim leikjafjölda. Af þeim eru 153 leikir í efstu deild og 97 í 1. deild en Gígja hefur leikið með Víkingi, KR, HK, HK/Víkingi, Þór/KA, Val og Völsungi en þetta er hennar nítjánda tímabil í meistaraflokki.

Hulda Ósk Jónsdóttir, kantmaður Þórs/KA, lék sinn 200. deildaleik á ferlinum í gær þegar Akureyrarliðið mætti Breiðabliki á Kópavogsvellinum.  Af þessum 200 leikjum eru 168 í efstu deild, þar af 152 með Þór/KA, og 32 í 1. deild.

Hulda Ósk Jónsdóttir er komin með 200 deildaleiki.
Hulda Ósk Jónsdóttir er komin með 200 deildaleiki. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Natasha Anasi lék sinn 100. leik í efstu deild hér á landi þegar Valur gerði jafntefli við Stjörnuna, 1:1. Þetta var hennar fjórði leikur fyrir Val eftir að hún kom frá Brann í Noregi en áður lék hún 44 leiki í deildinni fyrir ÍBV, 34 fyrir Keflavík og 18 fyrir Breiðablik. 

Jordyn Rhodes jafnaði markamet Tindastóls í efstu deild þegar hún skoraði mark liðsins í ósigri gegn Þrótti, 2:1. Þetta var hennar 10. mark í 16 leikjum í ár en áður hafði Murielle Tiernan, sem nú leikur með Fram, skoraði 10 mörk fyrir Tindastól í 37 leikjum í deildinni.

Jordyn Rhodes skorar eitt af 10 mörkum sínum fyrir Tindastól …
Jordyn Rhodes skorar eitt af 10 mörkum sínum fyrir Tindastól í sumar. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði sitt 91. mark í efstu deild í sigri Breiðabliks á Þór/KA, 4:2, og jafnaði þar með við Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur í 19.-20. sæti yfir þær markahæstu í deildinni frá upphafi.

Úrslit­in í 16. um­ferð:
FH - Fylk­ir 3:1
Tinda­stóll - Þrótt­ur R. 1:2
Stjarn­an - Val­ur 1:1
Kefla­vík - Vík­ing­ur R. 1:2
Breiðablik - Þór/​KA 4:2

Marka­hæst­ar:
17 Sandra María Jessen, Þór/​​​​​​​​​​​​​​KA
10 Jor­dyn Rhodes, Tinda­stóli
8 Vig­dís Lilja Kristjáns­dótt­ir, Breiðabliki
7 Agla María Al­berts­dótt­ir, Breiðabliki

7 Am­anda Andra­dótt­ir, Val
7 Jasmín Erla Inga­dótt­ir, Val

6 Ísa­bella Sara Tryggva­dótt­ir, Val
6 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
6 Katrín Ásbjörns­dótt­ir, Breiðabliki
5 Birta Georgs­dótt­ir, Breiðabliki
5 Breukelen Woodard, FH
5 Haf­dís Bára Hösk­ulds­dótt­ir, Vík­ingi
5 Kar­en María Sig­ur­geirs­dótt­ir, Þór/​KA
5 Kristrún Rut Ant­ons­dótt­ir, Þrótti
4 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Val
4 Elísa Lana Sig­ur­jóns­dótt­ir, FH
4 Eva Rut Ásþórs­dótt­ir, Fylki
4 Hildigunn­ur Ýr Bene­dikts­dótt­ir, FH
4 Ragn­heiður Þór­unn Jóns­dótt­ir, Val
4 Shaina Ashouri, Vík­ingi
4 Snæ­dís María Jör­unds­dótt­ir, FH
4 Úlfa Dís Úlfarsdóttir, Stjörnunni

Næstu leik­ir:
15.8. Þór/KA - Stjarnan
15.8. Keflavík - FH
15.8. Víkingur R. - Tindastóll
20.8. Þróttur R. - Breiðablik
20.8. Valur - Fylkir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert