Arnar fokillur á hliðarlínunni og sá rautt

Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari víkings, var rekinn af velli í heimaleik Víkings gegn Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag eftir jöfnunarmark Vestra.

Valdimar Þór Ingimundarson kom Víkingum yfir eftir aðeins þrjár mínútur en Gunnar Jónas Hauksson skoraði jöfnunarmark Vestra á 83. mínútu.

Sveinn Gísli Þorkelsson lá niðri í aðdraganda marksins og þjálfarateymi Víkings öskruðu á dómarann að stöðva leikinn. Það gerði Vilhjálmur Alvar Þórarinsson ekki og Gunnar skoraði.

Þá fór Arnar Gunnlaugsson brjálaður upp að fjórða dómara leiksins og kastaði þjálfaramöppu sinni margoft í grasið og fékk fyrir það beint rautt spjald.

Næsti leikur Víkings í deildinni er gegn ÍA 19. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert