Fylkir og KA skildu jöfn í Árbænum

Daníel Hafsteinsson og Sigurbergur Áki Jörundsson eigast við í fyrri …
Daníel Hafsteinsson og Sigurbergur Áki Jörundsson eigast við í fyrri leik liðanna í sumar. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Fylkir og KA gerðu 1:1 jafntefli í 18. umferð Bestu deildar karla í Knattspyrnu í Árbænum í dag. 

Úrslitin þýða að Fylkir situr ennþá á botninum með 13 stig en KA er í áttunda sæti með 23 stig. 

Leikurinn byrjaði rólega en Fylkismenn voru öllu ákafari á upphafsmínútunum. 

Halldór Jón Sigurður Þórðarson fékk besta færi fyrri hálfleiksins á 13. mínútu. Nikulás Val Gunnarsson gerði vel í teignum, renndi boltanum fyrir markið á Halldór en hann hitti boltann illa og endaði tilraun hans framhjá markinu. 

Halldór hélt áfram að ógna en á 20. mínútu kom Birkir Eyþórsson með frábæra fyrirgjöf á Halldór en skalli hans endaði rétt framhjá markinu. 

Mínútu síðar átti Theodór Ingi Óskarsson frábært hlaup sem endaði með föstu skoti en Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA, varði vel aftur fyrir í horn.  

Þrátt fyrir fín færi í fyrri hálfleik náði hvorugt lið að skora og var allt markalaust í hálfleik.   

KA-menn voru mun líflegri í síðari hálfleik og var ekki sami kraftur í Fylkismönnum.

Snemma í síðari hálfleik fékk KA frábært færi. Hallgrímur Mar Steingrímsson átti skot sem fór af varnarmanni og endaði hjá Hrannari Birni Steingrímssyni á fjærstönginni. Hann reyndi skot en Arnór Breki Ásþórsson henti sér fyrir skotið og fór boltinn af honum aftur fyrir í horn. 

Fyrsta mark leiksins kom á 60. mínútu og voru það KA-menn sem skoruðu það. Hrannar Björn kom með glæsilega fyrirgjöf frá hægri kantinum, beint á kollinn á Ásgeiri Sigurgeirssyni sem stangaði boltann í netið, 1:0.  

Varamaðurinn Emil Ásmundsson jafnaði metin fyrir Fylki á 73. mínútu. Arnór Breki kom með stórkostlega fyrirgjöf sem fann pönnuna á Emil sem skallaði boltann í netið, 1:1. 

Bæði lið fengu fín færi til að hreppa stigin þrjú en markið kom ekki og var niðurstaðan því 1:1 jafntefli. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Þýskaland 26:39 Danmörk opna
60. mín. Leik lokið Danir eru Ólympíumeistarar. Sannarlega verðskuldað og lærisveinar Alfreðs fá silfur.
Víkingur R. 1:1 Vestri opna
90. mín. Leik lokið Ja hérna hér. Leik lýkur með jafntefli.
Stjarnan 1:0 Breiðablik opna
45. mín. Hálfleikur Stjörnumenn marki yfir í hálfleik.
Valur 2:1 HK opna
45. mín. Jónatan Ingi Jónsson (Valur) skorar +5. MARK 2:1. Loks gekk upp sókn, löng sending upp hægri kantinn, lék á varnarmann og skaut undir markmann HK rétt utan við markteig.

Leiklýsing

Fylkir 1:1 KA opna loka
90. mín. KA fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert