Hádramatík þegar að Víkingur missteig sig

Silas Songani, f.v., gegn sínum fyrrverandi liðsfélaga Tarik Ibrahimagic.
Silas Songani, f.v., gegn sínum fyrrverandi liðsfélaga Tarik Ibrahimagic. mbl.is/Ólafur Árdal

Víkingur úr Reykjavík missteig sig í toppbaráttuni þegar að liðið gerði jafntefli gegn nýliðum Vestra, 1:1, í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Víkingsvelli í dag.

Víkingur er á toppnum með 40 stig en Vestri er kominn úr fallsæti og í það tíunda með 14 stig, jafnmörg og HK en betri markatölu. 

Valdimar Þór Ingimundarson kom Víkingum yfir strax á þriðju mínútu. Þá barst boltinn til hans inn á miðjum teignum stuttu eftir hornspyrnu og hann setti hann í netið, 1:0.

Það mark hægði all verulega á Víkingum sem virtust sætta sig við forystuna. 

Þeir fengu þó færi í seinni hálfleik en Helgi Guðjónsson og Sveinn Gísli Þorkelsson fengu sitthvort góða færið. 

Gunnar Jónas Hauksson jafnaði metin á 83. mínútu með góðu skoti utan teigs eftir að varnarmaður skallaði boltann á hann, 1:1. 

Arnar Gunnlaugsson gjörsamlega trompaðist eftir markið en Sveinn Gísli hafði legið í dágóða stund á grasinu fyrir markið. 

Arnar var fokillur við fjórða dómara og var síðan rekinn af velli. Mörkin urðu ekki fleiri og því jafntefli niðurstaðan. 

Víkingur heimsækir Flora Tallinn ytra næsta fimmtudag. Næsti leikur Víkinga í deildinni er gegn ÍA á heimavelli mánudeginum seinna. 

Vestri fær KR í alvöru fallbaráttuslag um næstu helgi. 

Mbl.is er í Víkinni og fylgist með gangi mála í beinni textalýsingu.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Þýskaland 26:39 Danmörk opna
60. mín. Leik lokið Danir eru Ólympíumeistarar. Sannarlega verðskuldað og lærisveinar Alfreðs fá silfur.
Fylkir 1:1 KA opna
73. mín. Emil Ásmundsson (Fylkir) skorar
Valur 0:0 HK opna
Engir atburðir skráðir enn
Stjarnan 0:0 Breiðablik opna
Engir atburðir skráðir enn

Leiklýsing

Víkingur R. 1:1 Vestri opna loka
90. mín. Víkingur R. fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert