Létum þá ekki plata okkur

Halldór Árnason á hliðarlínunni í kvöld.
Halldór Árnason á hliðarlínunni í kvöld. mbl.is/Ólafur Árdal

„Frammistaðan í seinni hálfleik var mjög góð,“ sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir jafntefli sinna manna gegn Stjörnunni, 2:2, í Bestu deild karla í knattspyrnu í Garðabænum í kvöld. 

Breiðablik er í öðru sæti með 34 stig, sex stigum minna en Víkingur en með leik til góða. 

„Þetta var skák í fyrri hálfleik, mér fannst það sniðugt af okkar hálfu. Þeir spiluðu með vinstri miðvörðinn sinn hægra megin frammi á köflum og drógu inn báða bakverðina og létu öllum illum látum.

Við gerðum vel að láta þá ekki plata okkur í að láta okkur elta út um allan völl. 

Við komum mjög kraftmiklir í seinni hálfleik. Mér leið þá eins og við myndum vinna þennan leik. Það var skellur að fá þetta mark á sig. 

Ég hefði viljað sjá þetta falla betur með okkur á síðustu mínútunum, annars mjög góð frammistaða í seinni hálfleik,“ sagði Halldór meðal annars í samtali við mbl.is. 

Ítarlegra viðtal við Halldór kemur á mbl.is í fyrramálið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert