Ætluðum að koma grimmir en bara ein mistök og mark

Baráttan var í fyrirrúmi þegar Fram sótti ÍA heim í …
Baráttan var í fyrirrúmi þegar Fram sótti ÍA heim í kvöld. Hér stíga Skagamaðurinn Marko Vardic léttan dans með Djenario Daniels úr Fram. mbl.is/Guðmundur Bjarki

„Við ætluðum að koma grimmir inn í seinni hálfleik en svo eru bara ein mistök og mark,“ sagði Guðmundur Magnússon fyrirliði Fram, sem varð að sætta sig við 1:0 tap fyrir ÍA á Akranesi í kvöld þegar leikið var í 18. umferð efstu deildar karla í fótbolta.

„Við vissum að þetta yrði barátta þar sem ein mistök gætu skipt öllu máli en það gerðist ekkert í þessum leik, sama hvoru megin það var.  Við vorum ekki með nógu góð gæði, lélegar sendingar og staðsetningar.  Við getum ekki miðað frammistöðu okkar miðað við leikinn í dag.  Völlurinn þurr og erfiður, þó vilji alls kenna því um, en menn eru óvanir svona.“ 

Fram var í 5. sæti deildarinnar fyrir leikinn en missti Skagamenn upp fyrir sig og fyrirliðin sagði að í svona leik gætu ein mistök skipt öllu máli. „Það er stuttu á milli liða sem eru þarna í miðjunni og svekkjandi að ná ekki einhverju úr þessum leik því við viljum gera okkur gildandi ofar en í miðri deildinni en, eins og ég segi, það er stutt á milli liða og eitt stig hér og þar lætur liðin rokka fram og til baka á stigatöflunni en það skiptir máli hvernig þetta endar,“ bætti Guðmundur við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert