Fyrsti leikur Óskars Hrafns í kvöld

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson mætir sínu gamla félagi í dag.
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson mætir sínu gamla félagi í dag. Eggert Jóhannesson

Tveir leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson er kominn í þjálfarateymi KR sem fær FH í heimsókn.

Fimleikafélagið er í fjórða sæti með 28 stig en KR er með 15 stig í níunda sæti. Óskar kom inn í þjálfarateymið á dögunum en Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari liðsins, bað hann um það. Leikur KR gegn HK átti að vera fyrsti leikur hans en honum var frestað. 

Ástbjörn Þórðar­son og Gyrðir Hrafn Guðbrands­son, fóru frá FH yfir í KR á dögunum og Kristján Flóki Finn­boga­son fór í hina áttina. Þeir eru með leikheimild og Gyrðir var í byrjunarliði KR á skýrslunni fyrir leikinn gegn HK og gæti mætt sínu gamla liði strax í dag.

ÍA fær Fram í heimsókn á Skagann klukkan 18.15 í dag. Fram er í fimmta sæti með 26 stig og ÍA er rétt á eftir þeim með 25 stig í sjötta sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert