Fyrsti sigur KR í tíu leikjum og hélt loks hreinu

Luke Rae með boltann í kvöld.
Luke Rae með boltann í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

KR fékk FH í heimsókn í Vesturbæinn í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Meistaravöllum. Heimamenn höfðu betur, 1:0.

Þetta er fyrsti sigur KR í tíu leikjum í deildinni, fyrsti heimasigur liðsins á tímabilinu og í fyrsta sinn í ár sem KR heldur hreinu í deildinni. 

KR er enn í níunda sæti en nú með 18 stig, fjórum stigum frá fallsæti og FH er með 28 í fjórða sæti

Leikurinn var spennandi í fyrri hálfleik, bæði lið fengu færi og börðust vel út um allan völl.

 Sigurður Bjartur Hallsson fékk fyrsta færi leiksins strax á sjöttu mínútu þegar hann fékk sendingu frá Arnóri Borg Guðjohnsen og fór í fast skot fyrir utan teig sem rúllaði rétt framhjá.

Flott spil FH skapaði stórhættulegt færi eftir um 10 mínútur.  Kjartan Kári  sendi boltann inn í teig, þar var Arnór sem fleytti boltanum áfram á Vuk Oskar Dimitrijevic en boltinn skoppaði illa fyrir framan hann og hann skaut yfir af um þriggja metra færi.

 Aron Þórður Albertsson fékk gefins skot á markið eftir um stundarfjórðung. Sindri Kristinn Ólafsson fékk boltann niður og ætlaði að senda upp völlinn en hitti boltann illa og sendi beint á Aron en Sindri bætti upp fyrir mistökin og varði.

Logi Hrafn Róbertsson tók frábæran snúning og keyrði inn á völlinn í átt að markinu, enginn varnarmaður steig upp svo hann fór í frítt skot fyrir utan teig sem fór í stöngina og út.

Á lokamínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik kom Aron Þórður Albertsson KR yfir. Luke Rae sendi boltann fyrir niðri með jörðinni og Aron sendi boltann í fyrstu snertingu í hornið fjær og staðan 1:0 fyrir heimamönnum í hálfleik.

FH fékk hornspyrnu í upphafi seinni hálfleiks og Axel Óskar Andrésson var nálægt  því að skora sjálfsmark en hann skallaðu boltann í þverslána.

Besta færi FH í seinni fékk liðið á lokamínútu leiksins þegar Kjartan Kári tók aukaspyrnu sem endaði á fjær en Ísak Óli skallaði framhjá og leiknum lauk með 1:0 sigri KR.

KR 1:0 FH opna loka
90. mín. Leik lokið KR vinnur hér í Vesturbænum, 1:0.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert