Valur hefur kallað knattspyrnumanninn Orra Hrafn Kjartansson aftur úr láni hjá uppeldisfélaginu Fylki.
Orri var lánaður frá Val til Fylkis fyrr á árinu og kom við í tíu leikjum liðsins í sumar. Hann ólst upp hjá Fylkisliðinu en hann gekk til liðs við Val í desember 2021.
Orri hefur ekki spilað leik með Fylki síðan 23. júní en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann er hins vegar kominn með leikheimild hjá Val og getur tekið þátt í leiknum gegn Breiðabliki næsta fimmtudagskvöld.