Lifnaði heldur betur til lífsins

Haukur Andri Haraldsson með boltann. Kennie Chopart verst.
Haukur Andri Haraldsson með boltann. Kennie Chopart verst. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki

Afar tíðindalaus fyrri hálfleikur þegar Fram sótti Skagamenn heim í kvöld breyttist snarlega eftir hlé við skrautlegt mark, mun fleiri færi og almennt meiri hraða.   

Allt kom fyrir þó síðari hálfleikur hafi verið mun meiri skemmtun því mörkin urðu ekki fleiri og Skaginn vann 1:0 þegar leikið var í 18. umferð efstu deildar karla í fótbolta. 

Markið dugði ÍA til að hoppa upp um tvö sæti, upp fyrir Fram og FH, sem tapaði fyrir KR.  Svo að ÍA er nú í 4. sætinu en Fram komið í 6. sæti, stigi á undan Stjörnunni og tveimur á undan KA.  Auk þess að með markinu er Viktor Jónsson áfram markahæstur í deildinni með 14 mörk.

Aftur að leiknum.  Hvað er hægt að segja um fyrri hálfleikinn?  Það var verið að puða, hlaupa og spila en ekkert sérstaklega verið að leggja áherslu á öflugar sóknir því annaðhvort voru sóknarmenn ekki að smeygja sér í gegn eða varnarmenn stóðu sína plikt.  

Það var ekki fyrr en á 42. mínútu að fyrsta alvöru færið leit dagins ljós.  Þá voru gestirnir að koma boltanum út úr teignum og hann skoppaði út úr teignum við hægra vítateigs hornið.  Kom þá ekki Jón Gísli Eyland og þrumaði á markið en Ólafur Íshólm markvörður var viðbúinn en gat bara kýlt boltann aftur út á völl.  Þvílík negla.

Á fyrstu mínútu síðari hálfleiks kom svo mark.  Þá var Skagamaðurinn Marko með boltann utan við vítateig og gaf inn að marklínu þar sem Viktor Jónsson var búinn að koma sér fyrir og skaut á markið.  Varnarmenn reyndu að verjast en Viktor náði boltanum aftur og skoraði í annarri tilraun.  Staðan 1:0.

Gestirnir úr Úlfarsárdalnum tóku við sér og settu allt í gang.

Fyrst átti Djenario Daniels hörkuskot að marki ÍA þegar skot hans rétt utan við vítateigslínuna.

Svo komst Haraldur Einar Ásgrímsson upp að vinstra markteigshorni Skagamanna, bara eftir að skora einn gegn Árna markmanni en skaut framhjá hægri stönginni.  Illa farið með gott færi og mátti sjá það á látbragði kappans sem var mjög svekktur.

Haraldur var aftur á ferðinni á 76. mínútu þegar hann tók aukaspyrnu við vítateigsboga Skagamanna, náði að skjóta yfir varnarvegginn en boltinn small í stönginni og aftur fyrir.

Skaginn átti sitt færi þegar Jón Gísli  vann sig upp hægri kantinn og gaf þvert fyrir markið en Haukur Andri Haraldsson var einhverja sentimetra frá boltanum.

Næsta færi Fram kom á 81. mínútu þegar Djenario með nokkra varnarmenn ÍA náði að skalla boltann að marki Fram en rétt framhjá.

Varnarmaður Fram, Þorri Stefán Þorbjörnsson átti svo hörkuskot utan teigs en Árni í marki ÍA varði glæsilega niðri við stöngina.

Varamaður Fram, Markús Páll Ellertsson, náði að skalla að marki ÍA eftir góða sókn upp hægri kantinn en boltinn um meter fyrir ofan slána.

Í næstu umferð fara Skagamenn í Víkinga til að mæta Víkingum en Fram sækir Breiðablik heim í Kópavoginn.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

KR 1:0 FH opna
90. mín. Leik lokið KR vinnur hér í Vesturbænum, 1:0.

Leiklýsing

ÍA 1:0 Fram opna loka
90. mín. +8 í uppbót.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert