Englendingurinn frá Gróttu til HK

Tareq Shihab í leik með Gróttu.
Tareq Shihab í leik með Gróttu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enski knattspyrnumaðurinn Tareq Shihab sem hefur leikið með Gróttu í 1. deildinni í hálft annað ár er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið HK.

Shihab er 23 ára gamall varnartengiliður sem lék með U15, U16 og U17 ára landsliðum Englands og var valinn í A-landslið Jemen fyrr í sumar.

Hann er fæddur í Hollandi en ólst upp hjá enska liðinu Brighton og lék með nokkrum enskum utandeildaliðum áður en hann kom til Gróttu fyrir tímabilið 2023. Hann á að baki 28 leiki með Gróttu í 1. deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert