Félagaskiptin í íslenska fótboltanum - konur - lokadagur

Natasha Anasi er komin til liðs við Val frá Brann …
Natasha Anasi er komin til liðs við Val frá Brann í Noregi. Ljósmynd/KSÍ

Opnað var fyrir félagaskiptin í íslenska fótboltanum miðvikudaginn 17. júlí og íslensku félögin í tveimur efstu deildum kvenna geta fengið til sín leikmenn þar til á miðnætti í kvöld, þriðjudagskvöldið 13. ágúst.

Félög í Bestu deild kvenna geta fengið til sín leikmenn miðnættis í kvöld en félög í 1. deild kvenna (Lengjudeildinni) gátu fengið leikmenn til 31. júlí. Félagaskiptaglugginn í 2. deild kvenna var opinn allt tímabilið en honum var lokað 31. júlí.

Mbl.is fylgist að vanda með öllum breytingum á liðum í þessum tveimur deildum og þessi frétt er uppfærð jafnt og þétt eftir því sem félagaskiptin eru staðfest.

Hér má sjá öll staðfest félagaskipti í Bestu deild kvenna og 1. deild kvenna (Lengjudeildinni). Fyrst nýjustu skiptin og síðan alla leikmenn sem hafa komið og farið frá hverju liði fyrir sig frá því síðasta félagaskiptaglugga var lokað í vor. Dagsetning segir til um hvenær viðkomandi er löglegur með nýju liði.

Helstu félagaskiptin síðustu daga:
13.8. Hanna Faith Victoriudóttir, Fjölnir - FH
10.8. Ariela Lewis, Afturelding - Keflavík (lán)
10.8. Kristín Dís Árnadóttir, Bröndby - Breiðablik
  9.8. Halla Margrét Hinriksdóttir, Breiðablik - Stjarnan
  9.8. Simona Rebecca Meijer, Ísrael - Keflavík
  6.8. Susanna Friedrichs, Keflavík - Bandaríkin
  5.8. Natalie Viggiano, ÍBV - Bandaríkin
  5.8. Andrea Rán Sæfeld Hauksdóttir, FH - Tampa Bay Sun
  3.8. Elianna Esther Beard, Keflavík - Bandaríkin
  2.8. Alia Skinner, Brommapojkana - Fram
  1.8. María Del Mar, Tindastóll - FHL
  1.8. Sunna Kristin Gísladóttir, Augnablik - Fylkir
  1.8. Lilianna Marie Berg, Fram - Afturelding (lán)
  1.8. Lilja Davíðsdóttir Scheving, Grótta - KR (lán)
31.7. Eydís Arna Hallgrímsdóttir, Fjölnir - Fram
31.7. Sara Mjöll Jóhannsdóttir, Dalvík/Reynir - HK (úr láni)
31.7. Júlía Margrét Ingadóttir, Álftanes - Fram (lán)
31.7. Mist Smáradóttir, Grindavík - Stjarnan (úr láni)
30.7. Madisyn Flammia, Bandaríkin - ÍBV
27.7. Hrafnhildur Salka Pálmadóttir, Stjarnan - HK (lán)
27.7. Ragnheiður Tinna Hjaltalín, Grindavík - Haukar
27.7. Elfa Karen Magnúsdóttir, Keflavík - Fylkir
27.7. Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir, Fram - Víkingur R. (úr láni)
26.7. Herdís Halla Guðbjartsdóttir, FH - Breiðablik (úr láni)
25.7. Dominique Bond-Flasza, Nice - Fram
25.7. Hanne Hellinx, OH Leuven - ÍA
25.7. Sonja Björg Sigurðardóttir, Þór/KA - Völsungur (lán)
25.7. Tara Jónsdóttir, Víkingur R. - Grótta (lán)
24.7. Jessica Ayers, Vittsjö - Stjarnan
24.7. Jada Colbert, Omonia Nikósía - Grindavík
23.7. Kristrún Blöndal, ÍR - Keflavík (úr láni)
22.7. Elise Morris, Metz - Tindastóll
20.7. Sara Montoro, ÍH - FH (úr láni)
20.7. Hanna Kallmaier, ÍH - FH
20.7. Helena Ósk Hálfdánardóttir, FH - Valur (úr láni)
20.7. Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir, danskt félag - HK
20.7. Kristjana Ása Þórðardóttir, HK - Fjölnir (lán)

Félagaskiptin hjá hverju félagi fyrir sig eru sem hér segir. Þar sem dagsetningu vantar er ekki búið að ganga formlega frá félagaskiptunum.

BESTA DEILD KVENNA:

BREIÐABLIK
Þjálfari: Nik Chamberlain.
Staðan 17. júlí: 1. sæti.

Komnar:
10.8. Kristín Dís Árnadóttir frá Bröndby (Danmörku)
26.7. Herdís Halla Guðbjartsdóttir frá FH (úr láni)
26.7. Líf Joostdóttir van Bemmel frá Augnabliki (úr láni)

Farnar:
Engar

VALUR
Þjálfari: Pétur Pétursson.
Staðan 17. júlí: 2. sæti.

Komnar:
20.7. Helena Ósk Hálfdánardóttir frá FH (úr láni)
18.7. Natasha Anasi frá Brann (Noregi)

Farnar:
17.7. Amanda Andradóttir í Twente (Hollandi)
10.7. Hanna Kallmaier í ÍH

ÞÓR/KA
Þjálfari: Jóhann Kristinn Gunnarsson.
Staðan 17. júlí: 3. sæti.

Komnar:
Engar

Farnar:
25.7. Sonja Björg Sigurðardóttir í Völsung (lán)

Hanna Kallmaier, þýski miðjumaðurinn sem lék með ÍBV í þrjú …
Hanna Kallmaier, þýski miðjumaðurinn sem lék með ÍBV í þrjú ár og fór síðan í Val en slasaðist illa síðasta sumar, er komin til liðs við FH eftir viðdvöl hjá ÍH í 2. deild. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH
Þjálfari: Guðni Eiríksson.
Staðan 17. júlí: 4. sæti.

Komnar:
13.8. Hanna Faith Victoriudóttir frá Fjölni
13.8. Berglind Freyja Hlynsdóttir frá ÍH (úr láni)
  9.8. Bryndís Halla Gunnarsdóttir frá ÍH (úr láni)
31.7. Hildur Katrín Snorradóttir frá ÍH (úr láni)
31.7. Hrönn Haraldsdóttir frá ÍH (úr láni)
20.7. Sara Montoro frá ÍH (úr láni)
20.7. Hanna Kallmaier frá ÍH

Farnar:
  5.8. Andrea Rán Hauksdóttir í Tampa Bay Sun (Bandaríkjunum)
20.7. Helena Ósk Hálfdánardóttir í Val (úr láni)
  3.7. Sara Montoro í ÍH (lán)

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir er komin til Víkings frá Örebro í …
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir er komin til Víkings frá Örebro í Svíþjóð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

VÍKINGUR R.
Þjálfari: John Henry Andrews.
Staðan 17. júlí: 5. sæti.

Komnar:
27.7. Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir frá Fram (úr láni)
18.7. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir frá Örebro (Svíþjóð)

Farnar:
Sigdís Eva Bárðardóttir í Norrköping (Svíþjóð)
25.7. Tara Jónsdóttir í Gróttu (lán)
  6.7. Dagbjört Ingvarsdóttir í Völsung (lán)

Caitlin Cosme, til vinstri, er farin frá Stjörnunni eftir rúmlega …
Caitlin Cosme, til vinstri, er farin frá Stjörnunni eftir rúmlega hálft tímabil og til Nantes í efstu deild Frakklands. mbl.is/Eyþór Árnason

STJARNAN
Þjálfari: Jóhannes Karl Sigursteinsson.
Staðan 17. júlí: 6. sæti.

Komnar:
  9.8. Halla Margrét Hinriksdóttir frá Breiðabliki
31.7. Mist Smáradóttir frá Grindavík (úr láni)
24.7. Jessica Ayers frá Vittsjö (Svíþjóð)

Farnar:
27.7. Hrafnhildur Salka Pálmadóttir í HK (lán)
17.7. Caitlin Cosme í Nantes (Frakklandi)

TINDASTÓLL
Þjálfari: Halldór Jón Sigurðsson
Staðan 17. júlí: 7. sæti.

Komnar:
22.7. Elise Morris frá Metz (Frakklandi)
19.7. Krista Sól Nielsen frá Dalvík/Reyni (úr láni)
17.7. Maria del Mar frá Europa (Spáni)

Farnar:
Gwendolyn Mummert
1.8. María Del Mar í FHL

Melissa Garcia, til vinstri, er komin til Þróttar frá Póllandi …
Melissa Garcia, til vinstri, er komin til Þróttar frá Póllandi en hún lék þar áður í eitt og hálft ár með Tindastóli. mbl.is/Kristinn Magnússon

ÞRÓTTUR R.
Þjálfari: Ólafur Helgi Kristjánsson.
Staðan 17. júlí: 8. sæti.

Komnar:
19.7. Melissa Garcia frá Bielsko-Biala (Póllandi)
18.7. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir frá Europa (Spáni)

Farnar:
17.7. Íris Una Þórðardóttir í Fylki (lán)
10.7. Hildur Laila Hákonardóttir í KR (lán)

KEFLAVÍK
Þjálfari: Jonathan Glenn
Staðan 17. júlí: 9. sæti.

Komnar:
10.8. Ariela Lewis frá Aftureldingu (lán)
  9.8. Simona Rebecca Meijer frá Ísrael
23.7. Kristrún Blöndal frá ÍR (úr láni)

Farnar:
  6.8. Susanna Friedrichs til Bandaríkjanna
  3.8. Elianna Esther Beard til Bandaríkjanna
27.7. Elfa Karen Magnúsdóttir í Fylki

Íris Una Þórðardóttir er komin til Fylkis í láni frá …
Íris Una Þórðardóttir er komin til Fylkis í láni frá Þrótti en hún lék áður með Fylki 2020 og 2021. mbl.is/Kristinn Magnússon

FYLKIR
Þjálfari: Gunnar Magnús Jónsson.
Staðan 17. júlí: 10. sæti.

Komnar:
  1.8. Sunna Kristín Gísladóttir frá Augnabliki
27.7. Elfa Karen Magnúsdóttir frá Keflavík
17.7. Íris Una Þórðardóttir frá Þrótti R. (lán)

Farnar:
Engar

1. DEILD KVENNA:

FHL
Þjálfari: Björgvin Karl Gunnarsson.
Staðan 17. júlí: 1. sæti.

Komnar:
1.8. María Del Mar frá Tindastóli

Farnar:
Engar

AFTURELDING
Þjálfari: Perry John Mclachlan.
Staðan 17. júlí: 2. sæti.

Komnar:
  1.8. Lilianna Marie Berg frá Fram (lán)
19.7. Thelma Sól Óðinsdóttir frá ÍBV

Farnar:
10.8. Ariela Lewis í Keflavík (lán)

GRÓTTA
Þjálfari: Matthías Guðmundsson.
Staðan 17. júlí: 3. sæti.

Komnar:
31.7. Elín Helga Guðmundsdóttir frá Fjölni (úr láni)
25.7. Tara Jónsdóttir frá Víkingi R. (lán)
18.7. Madelyn Robbins frá Kanada

Farnar:
1.8. Lilja Davíðsdóttir Scheving í KR (lán)

ÍA
Þjálfari: Skarphéðinn Magnússon.
Staðan 17. júlí: 4. sæti.

Komnar:
25.7. Hanne Hellinx frá OH Leuven (Belgíu)

Farnar:
Engar

HK
Þjálfari: Guðni Þór Einarsson.
Staðan 17. júlí: 5. sæti.

Komnar:
31.7. Sara Mjöll Jóhannsdóttir frá Dalvík/Reyni (úr láni)
27.7. Hrafnhildur Salka Pálmadóttir frá Stjörnunni (lán)
20.7. Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir frá dönsku félagi

Farnar:
20.7. Kristjana Ása Þórðardóttir í Fjölni (lán)
10.7. Sóley María Davíðsdóttir í KR (lán)

ÍBV
Þjálfari: Jón Ólafur Daníelsson.
Staðan 17. júlí: 6. sæti.

Komnar:
30.7. Madisyn Flammia frá Bandaríkjunum
19.7. Ágústa María Valtýsdóttir frá KH (lán)

Farnar:
  5.8. Natalie Viggiano til Bandaríkjanna
19.7. Thelma Sól Óðinsdóttir í Aftureldingu

GRINDAVÍK
Þjálfari: Anton Ingi Rúnarsson.
Staðan 17. júlí: 7. sæti.

Komnar:
24.7. Jada Colbert frá Omonia Nikósía (Kýpur)

Farnar:
31.7. Mist Smáradóttir í Stjörnuna (úr láni)
27.7. Ragnheiður Tinna Hjaltalín í Hauka

Dominique Bond-Flasza í leik með Tindastóli. Hún er komin til …
Dominique Bond-Flasza í leik með Tindastóli. Hún er komin til Fram frá Nice í Frakklandi. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

FRAM
Þjálfari: Óskar Smári Haraldsson.
Staðan 17. júlí: 8. sæti.

Komnar:
  2.8. Alia Skinner frá Brommapojkarna (Svíþjóð)
31.7. Eydís Arna Hallgrímsdóttir frá Fjölni
31.7. Júlía Margrét Ingadóttir frá Álftanesi (lán frá Stjörnunni)
25.7. Dominique Bond-Flasza frá Nice (Frakklandi)

Farnar:
  1.8. Lilianna Marie Berg í Aftureldingu (lán)
27.7. Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir í Víking R. (úr láni)

SELFOSS
Þjálfari: Björn Sigurbjörnsson.
Staðan 17. júlí: 9. sæti.

Komnar:
Engar

Farnar:
Engar

ÍR
Þjálfari: Þorleifur Óskarsson.
Staðan 17. júlí: 10. sæti.

Komnar:
1.8. Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Augnabliki

Farnar:
23.7. Kristrún Blöndal í Keflavík (úr láni)


Félagaskipti í janúar 2024

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert