Afturelding vann fyrir norðan – Grindavík svaraði

Mosfellingar unnu á Dalvík.
Mosfellingar unnu á Dalvík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Afturelding sótti stigin þrjú þegar að liðið heimsótti Dalvík/Reyni í 1. deild karla í knattspyrnu á Dalvíkurvelli í kvöld. 

Mosfellingar unnu leikinn 3:1 og eru í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig. Dalvík/Reynir er í næstneðsta sæti en Grótta kemst fyrir ofan með sigri eða jafntefli gegn Þrótti í kvöld. 

Hrannar Snær Magnússon kom Aftureldingu yfir á 5. mínútu en Arnin Guerrero Touiki jafnaði metin á 60. mínútu. 

Þá tók Aron Jóhannsson við en hann skoraði á 66. og 70. mínútu og tryggði Aftureldingu sigurinn. 

Fyrsti sigur eftir fimm tapleiki

Grindavík fór létt með Þór Akureyri, 3:0, í Safamýrinni. 

Grindavíkurliðið er í áttunda sæti með 20 stig en Þór er í níunda með 18. 

Einar Karl Ingvarsson, Dagur Ingi Hammer Gunnarsson og Josip Krznaric skoruðu mörk Grindavíkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert