Gervigrasi KR hefur verið lokað vegna slysahættu eða svo kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
KR þarf nýtt gras á völlinn en KV, venslafélag KR, og yngri flokkar æfa mestmegnis á gervigrasinu.
Leik KV gegn Árbæ í 3. deild karla var frestað um hálftíma síðustu helgi vegna þess að ekki var hægt að spila á gervigrasinu.
Sá leikur var síðan færður á grassvæðið sem er á milli gervigrasvallarins og Meistaravalla, heimavallar KR.