Lygilegar lokamínútur í Vestmannaeyjum

Vilhelm Þráinn Sigurjónsson markvörður ÍR reynir að kýla boltann burt. …
Vilhelm Þráinn Sigurjónsson markvörður ÍR reynir að kýla boltann burt. Eyjamaðurinn Eiður Atli Rúnarsson stekkur hæst. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍR-ingar komu til baka 2:0-undir og manni færri gegn ÍBV í 1. deild karla í knattspyrnu í Vestmannaeyjum í kvöld. 

Leiknum lauk með 2:2-jafntefli og misstieg ÍBV því sig í toppbaráttunni en liðið er þó komið á toppinn með 33 stig, jafnmörg og Fjölnir, sem er að spila gegn Njarðvík núna og kemst með jafntefli eða sigri aftur á toppinn. 

ÍR er þá í fjórða sæti með 27 stig en Njarðvík kemst upp fyrir ÍR með sigri eða jafntefli gegn Fjölni. 

Viggó Valgeirsson kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik en á 60. mínútu fékk Jordian Farahani rautt spjald í liði ÍR. 

Tómas Bent Magnússon kom ÍBV í 2:0 á 65. mínútu en Óliver Elís Hlynsson minnkaði muninn fyrir ÍR á 80. mínútu. 

Marc Mcausland jafnaði síðan metin fyrir ÍR á 88. mínútu, 2:2, en Vilhelm Þráinn Sigurjónsson markvörður ÍR varði víti Sverris Páls Hjaltested á lokasekúndum leiksins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert