Mögulegir mótherjar Víkinga töpuðu samanlagt 9:0

Víkingar gætu mætt UE Santa Coloma.
Víkingar gætu mætt UE Santa Coloma. mbl.is/Ólafur Árdal

RFS Riga frá Lettlandi fór afskaplega létt með UE Santa Coloma frá Andorra, 7:0, í seinni leik liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í Riga í kvöld. 

RFS vann einnig fyrri leikinn, 2:0, og því einvigið samanlagt 9:0. Lettneska liðið mun því keppa um sæti í Evrópudeildinni. 

UE Santa Coloma mætir hins vegar Víkingi eða Flora Tallinn frá Eistlandi í umspili um sæti í Sambandsdeildinni í haust. 

Þar er staðan 1:1 eftir fyrri leikinn í Víkinni en liðin mætast aftur í Eistlandi á morgun klukkan 16. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert