Víkingur í dauðafæri eftir sigur í Eistlandi

Gísli Gottskálk Þórðarson með boltann í fyrri leik liðanna.
Gísli Gottskálk Þórðarson með boltann í fyrri leik liðanna. mbl.is/Eyþór Árnason

Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík höfðu betur gegn Eistlandsmeisturum Flora Tallinn, 2:1, í seinni leik liðanna í 3. umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta í Tallinn í kvöld. Fyrri leikurinn fór 1:1 og vann Víkingur því einvígið samanlagt 3:2.

Víkingsliðið mætir UE Santa Coloma frá Andorra í umspili um sæti í riðlakeppninni og er Fossvogsliðið fyrirfram talið vera mun sterkara. Er liðið því í dauðafæri til að komast í riðlakeppnina í Sambandsdeildinni.  

Víkingar byrjuðu með látum í Eistlandi í dag því Aron Elís Þrándarson skoraði fyrsta markið á 6. mínútu með skalla af stuttu færi eftir að Valdimar Þór Ingimundarson skallaði boltann á hann eftir horn Karls Friðleifs Gunnarssonar.

Sergei Zenjov hélt hann hafði jafnað á 26. mínútu er hann skoraði eftir mistök hjá Oliver Ekroth í vörn Víkinga, en eftir skoðun myndbandsdómara var markið dæmt af vegna rangstöðu.

Víkingar nýttu sér það því Nikolaj Hansen gerði annað markið á 36. mínútu er hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Valdimar Þór, en Valdimar vann boltann í vítateig Flora og sendi á danska framherjann.

Flora tókst lítið að ógna marki Víkings út hálfleikinn og var staðan í leikhléi því 2:0.

Heimamenn minnkuðu muninn á 52. mínútu er Markus Soomets skoraði með föstu skoti utan teigs. Skömmu síðar átti Konstantin Vassiljev skalla í stöngina og Víkingar sluppu með skrekkinn.

Eftir það þétti Víkingsliðið raðirnar, Flora skapaði sér lítið og urðu mörkin því ekki fleiri.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Þór/KA 1:1 Stjarnan opna
45. mín. Hálfleikur Hálf skrýtin staða miðað við gang leiksins. Þór/KA með mikla yfirburði en það er stundum ekki nóg.
Keflavík 1:0 FH opna
8. mín. Ariela Lewis (Keflavík) skorar 1:0- Skorar í sínum fyrsta leik! Ariela, sem var að fá félagsskipti frá Aftureldingu, skorar með góðu skot í hornið, framhjá Aldísi í marki FH.
Víkingur R. 0:0 Tindastóll opna
Engir atburðir skráðir enn
Valur 0:0 Breiðablik opna
Engir atburðir skráðir enn

Leiklýsing

Flora Tallinn 1:2 Víkingur R. opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma. Ég átti von á meiru.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert