Framarar upp í annað sæti

Framarar eru komnir upp í annað sæti.
Framarar eru komnir upp í annað sæti. mbl.is/Eyþór Árnason

Fram er komið upp í annað sæti 1. deildar kvenna í fótbolta eftir sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum, 2:1, í kvöld.

Emma Björt Arnarsdóttir kom Fram í 1:0 á 29. mínútu en Ágústa María Valtýsdóttir jafnaði fyrir Eyjakonur á 49. mínútu. Fram átti hins vegar lokaorðið því Birna Kristín Eiríksdóttir skoraði sigurmarkið á 66. mínútu.

Selfoss gerði góða ferð í Mosfellsbæinn og vann Aftureldingu, 3:1. Unnur Dóra Bergsdóttir kom Selfossi yfir á 38. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0.

Katrín Rut Kvaran jafnaði fyrir Aftureldingu á 62. mínútu en Katrín Ágústsdóttir og reynsluboltinn Hólmfríður Magnúsdóttir svöruðu fyrir Selfoss á lokakaflanum.

HK hafði betur gegn ÍA á heimavelli, 3:1. Olga Ingibjörg Einarsdóttir, Brookelynn Entz og Hrafnhildur Salka Pálmadóttir komu HK í 3:0 í fyrri hálfleik. Juliana Paoletti lagaði stöðuna fyrir ÍA á 56. mínútu.

Þá vann Grindavík 4:0-heimasigur á ÍR. Jada Colbert skoraði þrjú mörk fyrir Grindavík og Helga Rut Einarsdóttir komst einnig á blað.

Staðan:

  1. FHL 37
  2. Fram 25
  3. Grótta 25
  4. ÍBV 22
  5. ÍA 22
  6. HK 21
  7. Afturelding 21
  8. Grindavík 17
  9. Selfoss 14
  10. ÍR 5
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert