Markaskorari Víkings borinn tvisvar af velli

Aron Elís Þrándarson var tvisvar borinn af velli.
Aron Elís Þrándarson var tvisvar borinn af velli. mbl.is/Óttar

Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkings úr Reykjavík var tvisvar borinn af velli í útileik liðsins gegn Flora Tallinn í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í dag.

Aron fékk þungt höfuðhögg í þann mund sem hann kom Víkingum yfir á 6. mínútu með skalla af stuttu færi. Fékk hann aðhlynningu í um þrjár mínútur og var svo borinn af velli. 

Þrátt fyrir það var Víkingurinn mættur aftur á völlinn um tveimur mínútum eftir það og hélt áfram. Hann fékk hins vegar annað höfuðhögg á 33. mínútu, var aftur borinn af velli, og gat ekki haldið leik áfram. 

Þegar þessi frétt er skrifuð er staðan 2:0 og samanlagt 3:1 í einvíginu, Víkingum í vil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert