Ótrúleg endurkoma FH-inga

FH-ingurinn Arna Eiríksdóttir í baráttunni við Melanie Claire Rendeiro.
FH-ingurinn Arna Eiríksdóttir í baráttunni við Melanie Claire Rendeiro. mbl.is/Óttar Geirsson

FH hafði bet­ur gegn Kefla­vík, 4:3, í ótrú­leg­um leik í Bestu deild kvenna í fót­bolta í kvöld.

Ariela Lew­is skoraði tví­veg­is og Sa­orla Miller einu sinni fyr­ir Kefla­vík á fyrstu 28. mín­út­un­um og var staðan 3:0 Kefla­vík í vil í hálfleik.

FH gafst ekki upp því þær Snæ­dís María Jör­unds­dótt­ir, Arna Ei­ríks­dótt­ir, Hildur Katrín Snorradóttir og Br­eu­kelen Wood­ard skoruðu all­ar fyr­ir FH í seinni hálfleik.

Það var rigning og vindur í Keflavík þegar Stefán Ragnar Guðlaugsson flautaði leikinn í gang milli liðanna í 10. og 5. sæti.

Heimakonur voru sterkari til að byrja með og nýr framherji liðsins Ariela Lewis kom Keflavík yfir strax á 8. mínútu með góðu skoti en Ariel hafði nýlega fengið félagsskipti frá Aftureldingu.

Þremur mínútum síðar var Keflavík stálheppin að fá ekki víti dæmt á sig. Snædís María Jörundsdóttir, framherji FH, fékk boltann í vítateig Keflavíkur, Regina Fiabema, varnarmaður Keflavíkur, greip í hana og sneri hana niður. Dómari leiksins var kominn með flautuna í munninn en flautaði ekki. Að mínu mati var þetta augljóst víti.

Regina Fiabema var greinilega eitthvað eftir sig eftir þetta atvik og kannski ekki alveg með fulla einbeitingu þegar hún gerði sig seka um mistök á 11. mínútu þegar að hún ætlaði að senda á samherja í vörninni en FH-ingurinn Snædís María, komst inní sendinguna og slapp í gegn en Keflvíkingar náðu að bjarga á ögurstundu.

Á 28. mínútu komst Keflavík í sókn, Ariela Lewis sendi boltann inní teig frá vinstri kanti og á fjærstöng var Saorla Miller sem kom boltanum í netið, staðan orðin 2:0 fyrir Keflavík.

Þær Ariela og Saorla unnu svo aftur vel saman tveimur mínútum síðar þegar að Saorla sendi boltann á Arielu sem skoraði sitt annað og kom heimakonum í þriggja marka forystu, 3:0. Ótrúlegar tölur.

Gestirnir reyndu að sýna smá lit og voru nálægt því að minnka muninn á 38. mínútu þegar Breukelen Woodard fékk boltann á fjærstöng í vítateig Keflavíkur og átti skot þvert fyrir mark Keflavíkur sem endaði rétt framhjá fjærstöng.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks átti sér stað umdeilt atvik þar sem að FH-ingar áttu skot sem fór í hönd varnarmanns Keflavíkur í vítateignum. Dómarinn var vel staðsettur og dæmdi ekkert. Mögulega var höndin náttúrulega við líkamann en mér sýndist hún vera lengra út en dómarinn mat þetta sem ekki víti.

Í síðari hálfleik gerði Guðni Eiríksson þjálfari FH þrefalda skiptingu í þeirri von að snúa við leiknum.

Þegar tíu mínútu voru liðnar af seinni hálfleik skoraði Snædís María Jörundsdóttir glæsilegt mark og minnkaði þar með muninn. Staðan 3:1 og 56. mínútur búnar.

Skiptingarnar og mark Snædísar gaf gestunum kraft og trú og þær létu aldeilis að sér kveða í framhaldinu.

Á 69. mínútu varði Vera Varis, í marki Keflavíkur, gríðarlega vel skot frá FH og svo frákastið sömuleiðis en þarna sluppu heimakonur.

Þær Hafnfirsku voru fljótar að vinna boltann aftur og Anna Nurmi, nýr leikmaður FH, átti skot sem Vera varði í horn.

Uppúr horninu skoraði Elísa Lana Sigurjónsdóttir og staðan orðin 3:2 eftir 71.mínútu og nóg eftir.

FH-ingar jöfnuðu svo 6 mínútum síðar með marki Hildar Katrína Snorradóttur, beint úr horni. Magnaðar senur í gangi!

Á 81. mínútu átti Elísa Lana Sigurjónsdóttir, FH, þrumuskot sem Vera Varis varði vel og gestirnir líklegri til að taka öll þrjú stigin heldur en heimakonur, sem sáu varla til sólar í síðari háfleik.

Á 89. mínútu náðu FH-ingar að skora fjórða markið og komast þar með yfir og þar var að verki Breukelen Woodard. 

Staðan 4:3 og það voru lokatölur leiksins. Magnaður útisigur FH í Keflavík staðreynd.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Flora Tallinn 1:2 Víkingur R. opna
90. mín. Leik lokið Sterkur útisigur Víkings og Íslandsmeistararnir eru í dauðafæri til að komast í riðlakeppnina. Til hamingju Víkingur!
Þór/KA 2:2 Stjarnan opna
90. mín. Leik lokið Jafntefli í hörkuleik og það var mikil spenna á lokamínútunum.
Valur 0:2 Breiðablik opna
90. mín. Kristinn Jónsson (Breiðablik) fær gult spjald +3.
Víkingur R. 5:1 Tindastóll opna
90. mín. Leik lokið Víkingur vinnur þægilegan 5:1 sigur.

Leiklýsing

Keflavík 3:4 FH opna loka
90. mín. 90+5 Uppbótartíminn er 5 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert