Þetta er óásættanlegt

Kristrún Ýr Holm og stöllur töpuðu með afar svekkjandi hætti.
Kristrún Ýr Holm og stöllur töpuðu með afar svekkjandi hætti. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur, var ansi súr eftir erfitt 4:3 tap gegn FH á heimavelli í Bestu deild kvenna í fótbolta kvöld.

Keflavíkurkonur áttu sinn allra besta fyrri hálfleik í sumar þar sem að þær skoruðu þrjú mörk og þar af skoraði nýr leikmaður liðsins, Ariela Lewis, tvö af mörkunum. Það var hins vegar allt annar bragur á Keflavíkurliðinu í síðari hálfleik. Liðið náði ekki að fylgja eftir frábærum hálfleik og fékk á sig 4 mörk og 3:4 svekkjandi tap staðreynd.

Kristrún hafði þetta að segja eftir leikinn, og sérstaklega spurð út í hvað gerðist eftir svona öflugan fyrri hálfleik.

„Við komum gíraðar í seinni hálfleik, það var allavega mín upplifun. FH gerði breytingar í byrjun síðari hálfleiks og við vorum hvorki nógu duglegar né nógu fljótar aðlagast breytingunum þeirra.

FH-ingar komu með ferskar lappir inn og komu með meiri baráttuvilja. Þær ætluðu að vinna þennan leik og við líka en við urðum undir í þeirri baráttu."

Keflavík missti niður 3:0 forystu á heimavelli þegar liðið er í botnsætinu og alls ekki langt í öruggt sæti. Kristrún var ómyrk í máli spurð um stöðuna á liðinu.

„Þetta er óásættanlegt og ég er eiginlega orðlaus. Ég bjóst aldrei við að við myndum missa leikinn svona niður og hvað þá að fá tvö mörk á okkur úr hornspyrnum. Við verðum að axla ábyrgð og taka á okkur svona mistök.

Þetta er óboðlegt og við verðum að gera betur í þessari baráttu sem við erum í og ég vona að við gerum okkur grein fyrir því fyrir næsta leik," sagði Kristrún að lokum í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert