Spenna og jafntefli á Akureyri

Sandra María Jessen með boltann. Andrea Mist Pálsdóttir fylgist með.
Sandra María Jessen með boltann. Andrea Mist Pálsdóttir fylgist með. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Sautjánda umferðin í Bestu deild kvenna í fótbolta hófst í dag með leik Þórs/KA og Stjörnunnar á Akureyri. Lauk leiknum með 2:2-jafntefli eftir mikla spennu, hraða og skemmtun.

Þór/KA heldur þriðja sætinu óháð öðrum úrslitum í umferðinni en Stjarnan lyfti sér upp í 6. Sætið í bili en Þróttur spilar ekki fyrr en á þriðjudag og gæti þá endurheimt það.

Þór/KA var í sókn stóran hluta fyrri hálfleiks og reglulega fengu heimakonur dauðafæri. Erin McLeod í marki Stjörnunnar hafði í nógu að snúast en leikmenn Þórs/KA klúðruðu líka upplögðum færum. Það var los á 38. Mínútu sem ísinn var brotinn.

Hulda Ósk lagði upp enn eitt færið fyrir samherja og það var Margrét Árnadóttir sem rak smiðshöggið með einföldu marki.

Skömmu síðar átti Jessica Ayers skot yfir mark Þórs/KA. Þýddi það að heimakonur fengi markspyrnu. Framkvæmd hennar fór algjörlega út um þúfur og skoraði Hrefna Jónsdóttir í opið mark eftir smá hamagang í vítateig Þórs/KA.

Staðan var 1:1 í hálfleik og gátu Stjörnukonur vel við unað miðað við gang leiksins.

Það var svo allt annað að sjá til Garðbæinga í seinni hálfleiknum og áður en varði þá var Stjarnan komin með forustu. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði frábært mark eftir góðan undirbúning og nokkra pressu að marki Þórs/KA.

Eftir markið var sótt á báða bóga og var ljóst að bæði lið vildu skora meira. Leikmenn Þórs/KA voru full fljótfærir í sóknum sínum og náðu aldrei að opna Stjörnuvörnina eins og í fyrri hálfleik. Sandra María Jessen þurfti þó bara eina góða fyrirgjöf til að hamra boltann í bláhorn Stjörnumarksins og jafna leikinn í 2:2.

Hvort lið reyndi að skora sigurmark en það kom ekki og liðin sættust á jafnan hlut.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Flora Tallinn 1:2 Víkingur R. opna
90. mín. Leik lokið Sterkur útisigur Víkings og Íslandsmeistararnir eru í dauðafæri til að komast í riðlakeppnina. Til hamingju Víkingur!
Keflavík 3:4 FH opna
90. mín. Leik lokið 90+5 Ótrúlegum leik lokið með 3:4 endurkomu sigri FH.
Valur 0:1 Breiðablik opna
45. mín. Hálfleikur Kaflaskiptur leikur þar sem undirtökin á leiknum svefluðust nokkrum sinnum.
Víkingur R. 5:0 Tindastóll opna
50. mín. Shaina Ashouri (Víkingur R.) skorar 5:0 - Shaina er að gera út um leikinn fyrir Víking. Emma á skot/sendingu sem Bergdís kemst í. Hún á tvö skot sem Monica ver og endar boltinn hjá Shaina sem skorar af stuttu færi.

Leiklýsing

Þór/KA 2:2 Stjarnan opna loka
90. mín. Sandra María Jessen (Þór/KA) á skot framhjá Enn er sandra að búa til eitthvað úr erfiðum fyrirgjöfum. Nú snéri hún baki í markið en náði móttöku og skoti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert