Víkingur afgreiddi Tindastól í fyrri hálfleik

Linda Líf Boama og Shaina Ashouri fagna fyrsta marki leiksins.
Linda Líf Boama og Shaina Ashouri fagna fyrsta marki leiksins. mbl.is/Arnþór

Víkingur valtaði yfir Tindastól, 5:1, í 17. umferð Bestu deild kvenna í knattspyrnu í Fossvoginum í kvöld. 

Úrslitin þýða að Víkingur er í fjórða sæti með 29 stig og Tindastóll er í áttunda með 12 stig.

Víkingur var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleik og var staðan 4:0 fyrir Víking þegar flautað var til hálfleiks. 

Fyrsta markið kom eftir aðeins þrjár mínútur. Þar var Linda Líf Boama að verki en Freyja Stefánsdóttir skallaði boltann á Lindu sem tók hann niður og kláraði snyrtilega í fjærhornið. 

Linda Líf tvöfaldaði forystu Víkings aðeins þremur mínútum síðar. Freyja Stefánsdóttir átti fast skot sem Monica Wilhelm, markvörður Tindastól, varð út í teig og fylgdi Linda eftir. 

Þriðja mark Víkings kom á 20. mínútu og var það fyrirliðinn Bergdís Sveinsdóttir sem skoraði það. Bergdís og Linda Líf áttu laglegt samspil fyrir utan teig Tindastól sem endaði með góðri afgreiðslu frá Bergdísi í neðra hægra hornið. 

Þremur mínútum síðar skoraði Freyja fjórða mark Víkings. Hún fékk boltann á hægri kantinum, keyrði inn á teiginn og lagði hann í fjærhornið. 

Skömmu síðar fékk Jordyn Rhodes dauðafæri til að minnka muninn. Hún komst alein í gegn á móti Sigurborgu Kötlu Sveinbjörnsdóttur, markmanni Víkings, en á einhvern ótrúlegan hátt endaði skot hennar framhjá markinu. 

Shaina Ashouri setti síðasta nagla í kistu Tindastóls á 50. mínútu. Emma Steinsen Jónsdóttir átti skot sem Bergdís komst í. Hún náði tveimur skotum en Wilhelm varði bæði. Boltinn datt síðan fyrir Ashouri sem kláraði í autt markið af stuttu færi.   

Tindastóll fékk víti á 89. mínútu þegar Frederikke Sökjær, dómari leiksins, benti á punktinn. Sigurborg Katla varði víti Elise Anne Morris en Elísa Bríet Björnsdóttir fylgdi eftir og kláraði í opið markið. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Flora Tallinn 1:2 Víkingur R. opna
90. mín. Leik lokið Sterkur útisigur Víkings og Íslandsmeistararnir eru í dauðafæri til að komast í riðlakeppnina. Til hamingju Víkingur!
Þór/KA 2:2 Stjarnan opna
90. mín. Leik lokið Jafntefli í hörkuleik og það var mikil spenna á lokamínútunum.
Keflavík 3:4 FH opna
90. mín. Leik lokið 90+5 Ótrúlegum leik lokið með 3:4 endurkomu sigri FH.
Valur 0:2 Breiðablik opna
90. mín. Kristinn Jónsson (Breiðablik) fær gult spjald +3.

Leiklýsing

Víkingur R. 5:1 Tindastóll opna loka
90. mín. Þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert