Nýr þjálfari á Nesið

Igor Bjarni Kostic er tekinn við karlaliði Gróttu.
Igor Bjarni Kostic er tekinn við karlaliði Gróttu. Ljósmynd/Grótta

Knattspyrnudeild Gróttu hefur gengið frá ráðningu á Igori Bjarna Kostic og tekur hann við meistaraflokki karla.

Igor tekur við liðinu af Englendingnum Christopher Brazell sem var rekinn á dögunum. Hann fær verðugt verkefni á Seltjarnarnesi því Grótta er í botnsæti 1. deildarinnar með 13 stig eftir 17 leiki og fjórum stigum frá öruggu sæti.

Þjálfaraferillinn hjá Igori hófst hjá KR og Val áður en hann flutti til Noregs þar sem hann starfaði lengst af hjá Ull/Kisa.

Hann þjálfaði svo meistaraflokk Hauka í tvö tímabil, var aðstoðarþjálfari hjá KA árið 2022 og kom inn í þjálfarateymi Fram undir lok síðasta tímabils. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert