Bestur í 16. umferðinni

Anton Ari Einarsson.
Anton Ari Einarsson. mbl.is/Eyþór Árnason

Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks var besti leikmaður 16. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Anton Ari átti mjög góðan leik og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þegar Breiðablik hafði betur gegn Val, 2:0, á Hlíðarenda fimmtudaginn 15. ágúst en 16. umferðin var leikin sunnudaginn 28. júlí, mánudaginn 29. júlí, miðvikudaginn 31. júlí og lauk svo með frestuðum leik Vals og Breiðabliks á fimmtudaginn en leiknum var upphaflega frestað vegna þátttöku liðanna í Sambandsdeild Evrópu.

Anton Ari varð nokkrum sinnum mjög vel í leiknum frá leikmönnum Vals og átti stóran þátt í því að Breiðabliki tókst að halda marki sínu hreinu í sjötta sinn í sumar. Anton Ari, sem er 29 ára gamall, hefur leikið með Breiðabliki frá árinu 2020 en hann gekk til lið við félagið frá Val. Alls á hann að baki 110 leiki fyrir Blika í efstu deild en í heildina eru leikirnir í efstu deild 187 fyrir Breiðablik og Val. Hann er uppalinn hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ en gekk til liðs við Val árið 2015. Anton Ari hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari, með Valsmönnum árin 2018 og 2018 og með Breiðabliki árið 2022. Þá varð hann bikarmeistari með Val, árin 2015 og 2016.

Úrvalslið 16. umferðar Bestu deildar karla má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka