„Mér fannst við geta skorað meira“

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. mbl.is/Óttar Geirsson

Vestri vann mikilvægan sigur á KR, 2:0, í Bestu deild karla í knattspyrnu á Ísafirði í dag. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, mætti í viðtal til mbl.is eftir leik.

Hver eru fyrstu viðbrögð eftir leik?

„Ég er ótrúlega stoltur af liðinu og strákarnir gáfu allt í þetta. Gríðalega sáttur með leikinn fyrir utan fyrstu 20 mínúturnar. Mér fannst við hálf kjarklausir og mikið í löngum boltum eins og boltinn væri sjóðandi heitur.

Vorum ekki að vinna seinni boltana og mér fannst við aldrei ná a þrýsta liðinu upp. Þegar við náðum að laga það eftir 20 mínútur fannst mér við ná stjórn á leiknum.“

Nú hefur varnarleikurinn verið góður undanfarið en sóknarleikurinn aðeins setið á hakanum Þið skorið tvö mörk í dag og hefðu getað verið fleiri. Var ekki gott að fá sóknarleikinn í gang?

„Mér hefði liðið betur ef hann hefði verið betri í dag. Mér fannst við geta skorað meira. Fengum fullt af færum til að skora meira en Guy [Smit] varði vel. KR fékk að vísu líka fullt af færum.

Mér líður líka þannig að leikurinn hefði farið öðruvísi ef bæði lið hefðu verið klínískari. Ég held samt að sigurinn sé verðskuldaður,“ sagði Davíð Smári að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert