Vestri hafði betur gegn KR, 2:0, í 19. umferð Bestu deildar karla á heimavelli Vestra á Ísafirði klukkan í dag.
Þetta var fyrsti leikur Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem þjálfari KR. Eftir leikinn er Vestri í tíunda sæti með 17 stig en KR er í níunda sæti með 18.
KR byrjaði leikinn mun betur og voru að spila vel út á velli án þess að skapa sér neitt að viti. Það dró til tíðinda á 21. mínútu þegar heimamenn komust yfir.
Vestri átti gott spil og boltinn barst út á hægri kantinn á Elmar Atla sem átti góða sendingu á fjær, þar mætti Pétur Bjarna á fjær og tók boltann og setti hann í markið. 1:0 fyrir heimamenn.
Eftir markið náðu KR aftur völdunum og voru að spila ágætlega út á velli án þess að ógna neitt af viti. Heimamenn náðu dálítið að drepa leikinn síðustu 10 mínúturnar í hálfleiknum, það dró svo til tíðinda á 45 mínútu. Benedikt Waren leikur inn á teiginn og fer upp að endamörkum og á sendingu yfir alla varnarmenn KR og Elmar Atli mætir á fjær og setur hann í markið. Þetta var það síðasta sem gerðist í hálfleiknum 2:0 fyrir Vestra.
Seinni hálfleikur byrjaði rólega en spilaðist svipað og fyrri hálfleikur. KR voru betri út á velli en vestri hættulegri. Aron, Benoný fengu ágætis færi til að minnka muninn og Benóný fékk líka frábært tækifæri til að að minnka muninn á 71 mínútu.
Hann komst þá einn í gegn á móti Eskelinen sem varði stórkostlega. Vestri fékk líka nokkrar góðar skyndisóknir til að bæta við. Hættulegasta færið fékk þó Benedikt Waren þegar hann slapp í gegn á loka mínútunni á móti Smit sem varði vel.
Þetta er fyrsti sigur Vestra í sumar hérna fyrir vestan. Fyllilega verðskuldaður sigur Vestra en KR er með þessu að stimpla sig fyrir alvöru í fallbaráttuna.. Það voru allir leikmenn Vestra góðir í dag sérstakalega Eskelinen í markinu, Eiður Aron í vörninni síðan átti fyrirliðinn stórleik mark og stoðsending í dag.
KR voru ekki góðir í dag og Óskar Hrafn getur ekki verið sáttur við sinn fyrsta leik sem þjálfari KR. Liðið var hálf flatt og þarf að bæta sig mikið í næstu leikjum til að ná í úrslit.