ÍBV á toppinn

Aron Einar Gunnarsson var með fyrirliðabandið í dag.
Aron Einar Gunnarsson var með fyrirliðabandið í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

ÍBV lagði Gróttu, 2:1, í 1. deild karla í knattspyrnu í Vestmannaeyjum í dag.  

Vicente Valor kom Eyjamönnum yfir á sjöundu mínútu. Sverrir Páll Hjaltested tvöfaldaði forystu ÍBV undir lok fyrri hálfleiks.  

Pétur Theódór Árnason minnkaði muninn fyrir Gróttu á 67. mínútu. Mörkin urðu ekki fleiri og ÍBV hreppti stigin þrjú. 

Þór og Fjölnir skildu jöfn

Þór og Fjölnir gerðu 1:1 jafntefli á Akureyri í dag. Aron Einar Gunnarsson byrjaði leikinn fyrir Þór og var með fyrirliðabandið 

Þór náði forystunni með marki frá Birki Heimissyni á 37. mínútu. Sex mínútum síðar fékk Birkir rautt spjald fyrir olnbogaskot.  

Fjölnir jafnaði snemma í síðari hálfleik. Þar var Rafael Máni Þrastarson að verki en hann skoraði úr skalla eftir fyrirgjöf frá Bjarna Þór Hafstein.  

Þrátt fyrir mikla pressu frá Fjölni á lokamínútunum náði Þór að halda í stigið.  

Úrslitin í dag þýða að ÍBV er komið á toppinn með 35 stig en Fjölnir er í öðru sæti með 34 stig. Þór er í áttunda sæti með 19 stig og Grótta er áfram á botni deildarinnar með 13 stig.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka