Afturelding vann sterkan heimasigur á Þrótti úr Reykjavík, 1:0, þegar liðin mættust í 18. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í Mosfellsbæ í kvöld.
Afturelding er áfram í sjötta sæti deildarinnar en nú með 27 stig, einu stigi á eftir ÍR og Njarðvík í sætunum fyrir ofan.
Þróttur heldur kyrru fyrir í sjöunda sæti með 23 stig.
Sigurmark Aftureldingar kom eftir aðeins sjö mínútna leik og það skoraði Aron Jóhannsson.