Blikar upp að hlið Víkinga

Damir Muminovic kom Breiðabliki yfir í kvöld.
Damir Muminovic kom Breiðabliki yfir í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Færin voru ekkert voðalega mörg þegar Fram sótti Blika heim í Kópavoginn í kvöld en þau sem komu voru hvert öðru flottari með frábærum stoðsendingum og áður yfir lauk urðu mörkin fjögur þar sem Blikar unnu 3:1. 

Sigurinn og um leið tap Víkinga fyrir ÍA færir Blika upp að hlið Víkinga í efsta sætinu, hvort lið með 40 stig en Víkingar með duggulítið betri markatölu. Framarar eru áfram í sjötta sæti með 26 stig.

Fram byrjaði með boltann en Blikar hirtu hann snarlega, hófu að sækja af krafti hvort sem var með þungum fjölmennum sóknum eða góðum sprettum.  Fram tókst hinsvegar að standa það af sér og minnstu munaði að Djenarion hjá Fram kæmist í gott færi á 6. mínútu eftir mistök í vörn Blika, sem ætlaði að gefa boltann á markmann sinn.

Opnu færin létu því bíða eftir sér en miðað við leikinn þá kæmu mörk í leikinn og sú varð raunin á 20. minútu.  Þá röltu Blikar upp vinstri kantinn, Höskuldur fyrirliði Gunnlaugsson gaf í gegnum vörn Fram á Kristinn Jónsson sem gaf þvert fyrir markið að vinstri stöngina þar sem Damir Muminovic var mættur til að skora stuttu færi.  Frábær sókn Blika og gott mark, staðan 1:0.

Næsta færi Breiðablik kom á 25. mínútu þegar misheppnuð hreinsun Fram fram á völlinn endaði með að boltinn datt niður rétt fyrir framan vítateigslínuna.  Aron Bjarnason var snöggur að átta sig, náði boltanu einn ámóti markmanni en skaut yfir.  Afar illa farið með frábært færi.

Fram lét ekki bjóða sér of oft að jafna leikinn og á 31. mínútu átti Fred frábæra sendingu í gegnum vörn Blika upp hægra kantinn og Magnús Þórðarson tók á sprett, spilaði inn í miðjan vítateig hægra megin og skaut undir Anton Ara í vinstra hornið til að jafna í 1:1. 

Svipað gerðist á 40. mínútu þegar Fred átti aftur frábæra sendingu frá vinstri kanti inn fyrir vörn Blika, svo hnitmiðað að boltinn straukst við tær Blika, sem reyndu að komast fyrir boltann.  Magnús því aftur í færi en nú kaus hann að reyna leika á varnarmann Blika og síðan markmanninn en það gekk ekki upp hjá honum og boltinn út fyrir hliðarlínu.  Nánast sorgleg afgreiðsla á svona góðri sendingu.

Lokaorðið á fyrri hálfleik átti svo varnarmaður Fram Kennie Chopart þegar hann var mættur fram á völlinn, fékk svo boltann út úr vítateignum og þrumaði en boltinn rétt framhjá.  Fínasta tilraun.

Á 56. mínútu kom næsta mark og það skoraði Ísak Snær Þorvaldsson þegar hann fékk frábæra sendingu Davíðs Ingvarssonar af vinstri kanti, boltinn kom inn að markteig Fram þar sem Ísak Snær náði að pota boltanum framhjá markverði Fram.  Ekki fast skot en nóg, málið að nýta færin.   Staðan 2:1.

Reyndar sluppu Blikar fyrir horn mínútu síðar þegar Framarinn Fred náði í snarpri sókn að skjóta af stuttu færi en færið var þröngt utan við vinstri stöngina og boltinn beint á Anton Ara í markinu.

Svo kom þriðja mark Blika, þá tók Patrik Johannessen aukaspyrnu rétt utan við vítateigsbogann, gerði sér lítið fyrir og skaut yfir varnarvegginn niður í vinstra hornið.  Afskaplega snyrtilegt og staðan 3:1.

Við þriðja markið og forskotið var eins Blikar færu sér aðeins hægar og Fram nýtti sér það til að sækja.

Hurð skall nærri hælum Blika á 85. mínútu þegar Fred tók aukaspyrna fyrir miðju marki af 20 metra færi og boltinn small í slánni, hrökk síðan inn í vítateig Blika sem áttu í mesta basli með að koma boltanum í burtu en tókst að lokum. 

Hvað lið eru svo eftir.  Fyrir utan leikinn í dag á Breiðablik eftir að mæta ÍA á Akranesi, KA fyrir norðan og grönnum sínum HK í síðustu umferð á Kópavogsvellinum.  Fram á eftir KA í Úlfarsárdalnum, HK í Kórnum og í lokaleiknum kemur FH i heimsókn.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

FH 2:2 Valur opna
90. mín. Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) skorar +4. 1:2.Valsmenn brunuðu í sókn og Birkir Már Sævarsson gaf boltann fyrir markið. Boltinn hrökk af varnarmanni fyrir fæturnar á Kristinn Frey Lárusson sem skoraði glæsilegt mark.
Víkingur R. 1:2 ÍA opna
90. mín. Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) fær gult spjald

Leiklýsing

Breiðablik 3:1 Fram opna loka
90. mín. +5 í uppbót.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert