Eyðilagði fyrir okkur leikinn

Kennie Chopart úr Fram og Blikinn Davíð Ingvarsson í baráttu …
Kennie Chopart úr Fram og Blikinn Davíð Ingvarsson í baráttu um boltann í kvöld. mbl.is/Kristinn Steinn

„Mér fannst við ekki góðir í dag en í stöðunni eitt-eitt var allt í fínum málum og ég hafði ekki nokkrar áhyggjur,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir 3:1 tap fyrir Breiðablik á Kópavogsvellinum í kvöld þegar leikið var í 19. umferð efstu deildar karla í fótbolta.

„Mér fannst við í fínum málum en þá fáum við innkast niður við hornfána en þeir fá upp úr því skyndisókn og það er skelfilegt að fá svona mark á sig og eyðilagði leikinn fyrir okkur.  Svo var þriðja markið alveg frábært beint úr aukaspyrnu og þú getur ekkert stoppað það en þá varð þetta erfitt.“

Leikurinn var ekki mjög harður en Blikar féllu oft og lágu, spurður um það fannst Rúnar nokkuð mikið um það. „Mér fannst Blikarnir detta svolítið mikið og væla svolítið mikið en það er eins og það er.   Menn voru eitthvað stressaðir á hliðarlínunni og mikil læti í þeim en allt góðu – þetta er bara keppni og allir með læti á hliðarlínunni og við líka stundum.  Það er hluti af leiknum, Blikar vilja auðvitað vera í toppbaráttunni og við viljum vera á meðal sex efstu liða með því sem við höfum fram að færa, bætti þjálfarinn við en báðir þjálfararnir,“ Rúnar og Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks, fengu gult spjald.  

Fram tefldi fram báðum nýju leikmönnum sínum í byrjunarliðinu, þar á meðal Gustav Dahl. „Við tókum áhættuna á að leyfa honum að spila og mér fannst hann standa sig ágætlega.  Auðvitað var þetta nýtt fyrir hann, kominn inn í íslenskan fótbolta og spila kerfi, sem hann er jafnvel ekki vanur.  Hann var samt duglegur og hljóp mikið en það vantaði örlítið upp á taktískt spil.   Orri (Sigurjónsson) hefur líka verið meiddur lengi svo við gáfum honum nokkrar mínútur líka en ég fékk inn í síðari hálfleik mjög ferska stráka.  Adam (Örn Arnarson) var flottur og mér fannst Freyr (Sigurðsson) koma frábærlega inn í þetta líka.  Það var gott að fá ferskar lappir og jafnvel einhverja sem hafa spilað meira í sumar og kunna þessar stöður,“ sagði Rúnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert