Ljótt brot á Þórsvelli

Axel Freyr Harðarson og Birkir Heimisson í bikarleik Þórs og …
Axel Freyr Harðarson og Birkir Heimisson í bikarleik Þórs og Fjölnis fyrr í sumar. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Birkir Heimisson, leikmaður Þórs í 1. deild karla, fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks þegar Fjölnir heimsótti Þorpið í gær fyrir harkalegt olnbogaskot.

Máni Austmann Hilmarsson, leikmaður Fjölnis, lék boltanum fram hjá Birki sem steig fyrir Fjölnismanninn og rak olnbogann framan í hann. Helgi Mikael Jónasson, dómari leiksins, var í góðri stöðu til að meta atvikið og sýndi Birki rauða spjaldið.

Birkir hafði skömmu áður komið heimamönnum yfir í leiknum en einum færri allan síðari hálfleik náðu Þórsarar jafntefli, 1:1. 

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert