Þurfum að drullast til að vinna leiki

Birkir Már Sævarsson og Sigurður Bjartur Hallsson eigast við í …
Birkir Már Sævarsson og Sigurður Bjartur Hallsson eigast við í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Birkir Már Sævarsson leikmaður Vals í fótbolta sagði við mbl.is strax eftir jafnteflisleik gegn FH í Kaplakrika í kvöld að fátt hefði komið honum á óvart i leik FH. Við ræddum við Birki um úrslitin í kvöld:

„Það kom ekkert á óvart í þessum leik. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur á móti góðuFH liði. Við vissum alveg hvernig leikurinn yrði, mikil barátta og lítið um fallegan fótbolta.“

Fyrri hálfleikur var ansi rólegur en mikil barátta en lítið af færum fyrir utan eitt mark. Síðan kemur síðari hálfleikur og þá lifnar allt við. Valur fær þá á sig tvö mörk. Er það ekki of mikið í svona leik?

„Jú auðvitað, sérstaklega þegar við erum 2:1 yfir og langt komnir inn í viðbótartímann. Við urðum bara full varkárir og buðum þá hættunni heim. FH eru góðir í að setja boltann inn í teig og þar er Björn Daníel skeinuhættur í að taka dauða bolta og afgeiða þá. Við leyfðum þeim of mikið af fyrirgjöfum og því miður þá skora þeir tvö mörk.“

Ögmundur átti frábæran leik og varði meistaralega á tímabili. Hann fær á sig tvö mörk sem skrifast seint á hann og því spyr ég hvort að þessi úrslit sé áfellisdómur á varnarleik Vals?

„Ég veit það ekki alveg. Eins og ég segi þá er bara lélegt að fá á sig tvö mörk með þessum hætti þar sem dauðir boltar dettar á stöðum sem við eigum að vera öflugri í að hreinsa frá. Það er ekki gott.“

Fjórði leikur undir stjórn nýs þjálfara. Tvö töp, einn sigur og eitt jafntefli. Er titilinn ekki úr sögunni fyrir Val úr þessu?

„Nei, alls ekki. Við gefumst aldrei upp. Það eru 8 eða 9 stig upp í efsta sætið og við ætlum bara að hugsa um næsta leik sem er gegn Vestra og við þurfum að drullast til að vinna leiki. Ef við vinnum rest þá ætti það að skila einhverju. Nú fáum við aðeins lengri tíma milli leikja og þá getur nýr þjálfari aðeins sett saman sínar áherslur og æft þær,“ sagði Birkir Már í samtali við mbl.is.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert