19. umferð: Hilmar 300, Rodrigo og Kristinn 200

Hilmar Árni Halldórsson hefur leikið 300 deildaleiki á ferlinum.
Hilmar Árni Halldórsson hefur leikið 300 deildaleiki á ferlinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hilmar Árni Halldórsson, miðjumaður Stjörnunnar, náði þeim stóra áfanga á sunnudaginn að spila sinn 300. deildaleik á ferlinum þegar Garðabæjarliðið gerði jafntefli, 1:1, við KA í 19. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Akureyri.

Hilmar, sem er 32 ára gamall, er uppalinn hjá Leikni í Reykjavík og lék þar 138 deildaleiki, þar af 22 í efstu deild, og hefur frá árinu 2016 leikið 162 deildaleiki fyrir Stjörnuna, alla í efstu deild. Hann er fjórði leikjahæstur hjá Stjörnunni í deildinni frá upphafi og er markahæstur hjá Garðabæjarfélaginu með 64 mörk í efstu deild. Áður skoraði hann 31 mark fyrir Leikni, fjögur þeirra í efstu deild.

Rodrigo Gomes er kominn með 200 deildaleiki hér á landi.
Rodrigo Gomes er kominn með 200 deildaleiki hér á landi. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Í sama leik lék Rodrigo Gomes, miðjumaður KA, sinn 200. deildaleik hér á landi. Hann lék fyrst 19 leiki með Sindra í 2. deild, þá 83 leiki með Grindavík í úrvalsdeild og 1. deild, og frá árinu 2020 hefur Rodrigo leikið 98 leiki með KA, alla í efstu deild.

Kristinn Steindórsson er kominn með 200 leiki í efstu deild …
Kristinn Steindórsson er kominn með 200 leiki í efstu deild hér á landi. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Kristinn Steindórsson, miðjumaðurinn reyndi hjá Breiðabliki, lék sinn 200. leik í efstu deild hér á landi þegar Blikar unnu Fram 3:1 í gærkvöld. Þar af er 171 leikur fyrir Breiðablik og 29 fyrir FH en Kristinn er orðinn fimmti leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í deildinni frá upphafi.

Arnþór Ari Atlason jafnaði leikjamet HK í efstu deild þegar Kópavogsliðið tapaði 2:0 fyrir Fylki í Kórnum á sunnudagskvöldið. Hann lék sinn 97. leik fyrir félagið og jafnaði met markvarðarins Arnars Freys Ólafssonar sem er úr leik það sem eftir er tímabilsins vegna meiðsla.

Úrslit­in í 19. um­ferð:

Val­ur - Breiðablik 0:2 (16. umferð)
Vestri - KR 2:0
KA - Stjarn­an 1:1
HK - Fylk­ir 0:2
FH - Val­ur 2:2
Breiðablik - Fram 3:1
Vík­ing­ur R. - ÍA 1:2

Marka­hæst­ir í deild­inni:
15 Vikt­or Jóns­son, ÍA
12 Pat­rick Peder­sen, Val

10 Jónatan Ingi Jóns­son, Val
9 Emil Atla­son, Stjörn­unni

8 Gylfi Þór Sig­urðsson, Val
8 Helgi Guðjóns­son, Vík­ingi R.

7 Sig­urður Bjart­ur Halls­son, FH
7 Valdi­mar Þór Ingi­mund­ar­son, Vík­ingi

6 Beno­ný Breki Andrés­son, KR

6 Björn Daní­el Sverr­is­son, FH
6 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi R.

6 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
6 Hall­grím­ur Mar Stein­gríms­son, KA
6 Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son, Breiðabliki
6 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
5 Ari Sig­urpáls­son, Vík­ingi R.

5 Arnþór Ari Atla­son, HK
5 Ásgeir Sigurgeirsson, KA
5 Daní­el Haf­steins­son, KA
5 Hauk­ur Örn Brink, Stjörn­unni
5 Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki
5 Ja­son Daði Svanþórs­son, Breiðabliki
5 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi R. 
5 Úlfur Ágúst Björns­son, FH
5 Vikt­or Karl Ein­ars­son, Breiðabliki

Næstu leik­ir:
22.8. HK - KR
25.8. Valur - Vestri
25.8. ÍA - Breiðablik
25.8. Fram - KA
25.8. Fylkir - FH
26.8. KR - Víkingur R.
26.8. Stjarnan - HK

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert