KSÍ vísar aftur kröfu KR frá

Höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal.
Höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnar kröfu KR um sigur gegn HK í leik liðanna sem átti að fara fram fyrr í þessum mánuði. 

HK fékk KR-inga í heimsókn áttunda ágúst en annað mark vallarins var ónýtt og fór því leikurinn ekki fram. 

HK-ingar reyndu að bjarga málunum með að ná í varamark en það stóðst ekki kröfur dómara. 

KR krafiðst þess að liðinu yrði dæmdur 3:0-sigur og taldi málið vera fordæmisgefandi. KSÍ vísaði fyrst málinu frá en KR kærði þannig úrskurð til aga- og úrskurðarnefndarinnar. 

Nú hefur hún einnig vísað málinu frá. Leikurinn fer því fram 22. ágúst, eða eftir tvo daga. Hér má lesa úrskurðin í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert