Lykilmenn Víkinga ekki með gegn Val

Gunnar Vatnhamar fagnar fyrsta marki Bestu deildarinnar.
Gunnar Vatnhamar fagnar fyrsta marki Bestu deildarinnar. mbl.is/Óttar

Víkingarnir Gunnar Vatnhamar og Jón Guðni Fjóluson verða ekki með gegn Val í stórleik í Bestu deildinni í fótbolta 1. september.

Þeir voru báðir úrskurðaðir í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í dag. 

Þá verða Stjörnumennirnir þrír Adolf Daði Birgisson, Haukur Örn Brink og Heiðar Ægisson ekki með liðinu á útivelli gegn HK í næstu umferð. George Nunn verður þá ekki með HK. Leikmennirnir fjórir fara í bann vegna fjögurra gulra spjalda. 

Kristinn Steindórsson verður ekki með Breiðabliki gegn ÍA í næstu umferð. Þá verður Skagamaðurinn Oliver Stefánsson heldur ekki með. Þeir fá eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. 

Kári Gautason verður ekki með KA í útileik gegn Fram í næstu umferð. Hann fær eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. 

Orri Sigurður Ómarsson verður þá ekki með Val gegn Vestra næsta laugardag vegna fjögurra gulra spjalda. 

Ísak Óli Ólafsson verður ekki með FH gegn Fylki í Árbænum en hann fer einnig í bann vegna fjögurra gulra spjalda. Þá fær Fylkismaðurinn Halldór Jón Sigurður Þórðarson eins leiks bann vegna rauðs spjalds gegn HK í síðustu umferð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert