17. umferð: Heiða í 150 og Sandra jafnaði sitt besta

Heiða Ragney Viðarsdóttir - 150 leikir í efstu deild.
Heiða Ragney Viðarsdóttir - 150 leikir í efstu deild. mbl.is/Óttar Geirsson

Heiða Ragney Viðarsdóttir, miðjumaður Breiðabliks, bættist í gærkvöld í hóp þeirra leikmanna sem hafa spilað 150 leiki í efstu deild kvenna í fótbolta hér á landi, þegar Blikar unnu Þrótt 4:2 í 17. umferð Bestu deildarinnar.

Heiða leikur sitt fyrsta tímabil með Blikum og hefur spilað alla 17 leiki liðsins í deildinni í ár. Áður lék hún 77 leiki í efstu deild með Þór/KA og síðan 56 leiki með Stjörnunni.

Sandra María Jessen skoraði sitt 18. mark í deildinni í ár þegar Þór/KA gerði jafntefli við Stjörnuna, 2:2. Þar með jafnaði hún sitt besta tímabil í deildinni en Sandra skoraði 18 mörk í 18 leikjum árið 2012, aðeins 17 ára gömul, þegar Þór/KA varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti.

Sandra María Jessen heldur áfram að bæta við mörkum og …
Sandra María Jessen heldur áfram að bæta við mörkum og er komin með 18. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Mörkin átján hjá Söndru eru þegar orðin hæsta markaskor einstaklings í deildinni frá árinu 2018 þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði 19 mörk fyrir Breiðablik.

Samantha Smith skoraði fyrir Breiðablik í fyrsta leik sínum í deildinni í gærkvöld þegar Blikar unnu Þrótt 4:2.

Lillý Rut Hlynsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í deildinni í þrjú ár og þrjá mánuði þegar hún gerði fyrra mark Vals í sigri á Fylki, 2:0, í gærkvöld.

Hildur Katrín Snorradóttir úr FH skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar Hafnarfjarðarliðið vann upp þriggja marka forskot Keflavíkur og vann 4:3.

Freyja Stefánsdóttir úr Víkingi skoraði sitt fyrsta mark í deildinni þegar liðið vann Tindastól 5:1.

Úrslit­in í 17. um­ferð:
Þór/​KA - Stjarn­an 2:2
Kefla­vík - FH 3:4
Vík­ing­ur R. - Tinda­stóll 5:1
Þrótt­ur R. - Breiðablik 2:4
Val­ur - Fylk­ir 2:0

Marka­hæst­ar:
18 Sandra María Jessen, Þór/​​​​​​​​​​​​​​​KA
10 Jor­dyn Rhodes, Tinda­stóli
9 Vig­dís Lilja Kristjáns­dótt­ir, Breiðabliki
7 Agla María Al­berts­dótt­ir, Breiðabliki

7 Am­anda Andra­dótt­ir, Val
7 Jasmín Erla Inga­dótt­ir, Val

6 Birta Georgs­dótt­ir, Breiðabliki
6 Br­eu­kelen Wood­ard, FH

6 Ísa­bella Sara Tryggva­dótt­ir, Val

6 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
6 Katrín Ásbjörns­dótt­ir, Breiðabliki
5 Elísa Lana Sig­ur­jóns­dótt­ir, FH
5 Haf­dís Bára Hösk­ulds­dótt­ir, Vík­ingi
5 Kar­en María Sig­ur­geirs­dótt­ir, Þór/​​KA
5 Kristrún Rut Ant­ons­dótt­ir, Þrótti
5 Linda Líf Boama, Víkingi
5 Shaina Ashouri, Vík­ingi
5 Snæ­dís María Jör­unds­dótt­ir, FH
5 Úlfa Dís Úlfars­dótt­ir, Stjörn­unni

Næstu leik­ir:
25.8. FH - Valur
25.8. Breiðablik - Víkingur R.
25.8. Fylkir - Þór/KA
25.8. Stjarnan - Þróttur R.
25.8. Tindastóll - Keflavík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert