Trínidadinn rekinn frá Keflavík

Jonathan Glenn er ei lengur þjálfari Keflavíkur.
Jonathan Glenn er ei lengur þjálfari Keflavíkur. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Jonathan Glenn verður ekki áfram þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í knattspyrnu.

Keflavíkurmiðilinn Víkurfréttir greinir frá en samkvæmt honum ákvað stjórn knattspyrnudeildar á fundi sínum í dag að endurnýja ekki samning Jonathans hjá félaginu, en hann rennur út í lok tímabils. 

Ennfremur óskar stjórnin ekki eftir frekarar vinnuframlagi frá þjálfaranum það sem eftir lifir keppnistímabilsins. 

Jonathan tók við liðinu fyrir síðasta tímabil en hann var áður þjálfari kvennaliðs ÍBV. Hann er 36 ára gamall, fyrrverandi landsliðsmaður Trínidad og Tóbagó, og lék með ÍBV, Breiðabliki og Fylki áður en hann lagði skóna á hilluna og einbeitti sér að þjálfun.

Keflavík er í neðsta sæti Bestu deildarinnar með níu stig, jafnmörg og Fylkir og þremur stigum á eftir Tindastóli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert