Fram skrefi nær Bestu deildinni

Framkonur eru skrefi nær Bestu deildinni.
Framkonur eru skrefi nær Bestu deildinni. mbl.is/Eyþór Árnason

Fram vann stórleik 16. umferðar í 1. deild kvenna í knattspyrnu gegn Gróttu, 4:1, í Úlfarsárdal í kvöld. 

Framliðið er þar með komið upp fyrir Gróttu og í annað sæti með 28 stig, jafnmörg og Grótta en mun betri markatölu. 

Ef Fram tekst að vinna síðustu tvo leiki sína, gegn Grindavík úti og FHL heima, kemst liðið upp ásamt FHL, nema ef mikil breyting verður á markatölu liðanna tveggja. 

Mackenzie Elyze Smith kom Fram yfir á áttundu mínútu en Arnfríður Auður Arnarsdóttir jafnaði metin á 18. mínútu, 1:1.

Sara Svanhildur Jóhannsdóttir og Murielle Tiernan sáu til þess að Framliðið var 3:1-yfir í hálfleik. 

Alda Ólafsdóttir bætti síðan við fjórða marki Fram á 78. mínútu og innsiglaði sigurinn, 4:1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert