KR í bullandi fallbaráttu eftir ótrúlega endurkomu HK

Benoný Breki Andrésson með boltann í kvöld.
Benoný Breki Andrésson með boltann í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

HK og KR mættust í frestuðum leik sem tilheyrir 17 umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld og endaði leikurinn með 3:2 sigri HK eftir að hafa verið 2:0 undir í hálfleik.

Með sigrinum er HK í næstneðsta sæti með 17 stig, stigi meira en Fylkir og á meðan KR-ingar sitja sem fastast í níunda sæti með 18 stig og eru komnir í bullandi fallbaráttu ásamt Vestra, Fylki og HK.

KR-ingar fóru kröftuglega af stað í leiknum og byrjuðu strax að ógna marki HK. Fyrsta mark leiksins kom strax á 6. mínútu þegar Atli Sigurjónsson vippaði boltanum inn á Benoný Breka Andrésson sem afgreiddi boltann fallega í netið úr nokkuð þröngu færi. Staðan 1:0 fyrir KR.

Theodór Elmar Bjarnason í Kórnum í kvöld. Christoffer Petersen í …
Theodór Elmar Bjarnason í Kórnum í kvöld. Christoffer Petersen í marki HK fylgist með. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þremur mínútum síðar voru KR-ingar aftur mættir upp að vítateig gestgjafanna úr HK þegar Aron Sigurðarson fékk skotfæri einn og óvaldaður inni í teig HK en skot hans yfir markið. Sannkallað dauðafæri.

KR-ingar voru aftur á ferðinni á 12. mínútu þegar boltinn barst inn í teig HK frá vinstri þar sem Benoný Breki mætti og skaut boltanum í varnarmann og yfir markið. Hornspyrna niðurstaðan.

KR-ingar voru enn og aftur á ferðinni á 15. mínútu leiksins þegar Benoný Breki var aftur á ferðinni en skot hans vel varið af Christoffer Felix Cornelius Petersen í marki HK.

Fyrsta færi HK í leiknum kom á 29. mínútu leiksins þegar skalli Atla Þórs Jónssonar var varinn í horn.

Leikurinn jafnaðist aðeins eftir þetta þó KR-ingar væru alltaf aðeins betri á vellinum. Á 45. mínútu fengu leikmenn HK aukaspyrnu. Boltinn berst frá teig KR eftir aukaspyrnuna og þar mætir Theodór Elmar Bjarnason í hraða skyndisókn, kemst fram hjá Leifi Andra Leifssyni og keyrir upp hægri kantinn. Þar gefur hann boltann fyrir markið þar sem þrír KR-ingar voru mættir. Aron Sigurðarson tók við boltanum og renndi snyrtilega í markið. Staðan 2:0 fyrir KR í hálfleik.

Leikmenn HK mættu dýrvitlausir í seinni hálfleikinn og gerðu strax atlögu að marki KR. Á 48. mínútu keyrði Atli Hrafn Andrason á vörn KR, lagði boltann fyrir Eið Gauta Sæbjörnsson sem skoraði laglegt mark fyrir utan teig og minnkaði muninn í eitt mark. Staðan 2:1 fyrir KR.

Lítið gerðist síðan alveg þangað til á 70. mínútu leiksins þegar Eiður Gauti Sæbjörnsson jafnaði leikinn fyrir HK með skalla eftir fyrirgjöf frá Ívari Erni Jónssyni.

Leikmenn HK héldu áfram og ætluðu sér greinilega að komast yfir því þeir ógnuðu marki KR hvað eftir annað það sem eftir lifði leiks.

Á 80. mínútu var Eiður Gauti aftur á ferðinni þegar hann fékk frábært skotfæri inn í teig en Guy Smit varði meistaralega frá honum.

Á 82. mínútu skoraði KR þegar Atli Sigurjónsson virtist skora löglegt mark en dómarinn dæmdi hann brotlegan og markið ekki gilt.

HK gerði tvöfalda skiptingu í kjölfarið, fóru í sókn og skoruðu þegar Tumi Þorvarsson gaf boltann fyrir markið á Atla Þór Jónsson sem skallaði boltann í netið. HK með þrjú mörk í síðari hálfleik og komnir yfir 3:2.

Fleiri urðu mörkin ekki og HK vann sér inn gríðarlega mikilvæg 3 stig gegn KR.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Víkingur R. 5:0 UE Santa Coloma opna
90. mín. Nikolaj Hansen (Víkingur R.) skorar +6 5:0 - Neinei!! Engin rangstæða! Nikolaj Hansen er að skora fimmta mark Víkinga.

Leiklýsing

HK 3:2 KR opna loka
90. mín. 5 mínútum bætt við venjulegan leiktíma.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert