Upp á líf og dauða

Aron Sigurðarson.
Aron Sigurðarson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Aron Sigurðarson leikmaður KR skoraði annað mark liðsins í 3:2-tapi gegn HK í Bestu deildinni í fótbolta í Kórnum í kvöld.

Þetta var sannkallaður fallslagur þar sem bæði lið þurftu nauðsynlega að vinna. KR komst í 2:0 í fyrri hálfleik en 3 mörk frá HK í þeim seinni þýðir að KR sogast enn dýpra í fallbaráttuna með HK, Vesta og Fylki.

mbl.is ræddi við Aron strax eftir leik.

„Vonbrigði. Þetta er grafalvarlegt og núna þurfum við að standa saman og grafa okkur upp úr þessari holu," sagði Aron spurður út í hans fyrstu viðbrögð við tapinu.

Sýnt þau alltof oft í sumar

Þetta var ansi kaflaskipt hjá KR. Þið spilið framúrskarandi fótbolta í fyrri hálfleik og spilamennskan var í háklassa. Síðan mætir allt annað KR lið inn í seinni hálfleikinn og þið gefið þetta frá ykkur. Hvernig útskýrir þú það?

„Jú ég er sammála þessari lýsingu og mér finnst við hafa sýnt þessi karakter einkenni alltof oft í sumar. Við spilum vel í fyrri hálfleik og erum miklu betri. Síðan við fyrsta mótlæti í seinni hálfleik þá brotnum við. Þeir skora snemma eftir hlé og keyra á okkur. Þeir stýrðu bara seinni hálfleik og okkur tókst ekki að mæta þeirra orkustigi. Það er bara eins og við missum sjálfstraustið og við þurfum að skoða það."

Næsti leikur er ÍA hjá ykkur. Það er væntanlega bara upp á líf og dauða fyrir KR í þessari deild að vinna þann leik?

„Jú, nú verða allir leikir upp á líf og dauða. Við verðum bara að snúa bökum saman og það er ekkert annað í stöðunni en að halda áfram," sagði Aron í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert