Daninn reyndi framlengdi við Fram

Kennie Chopart í leik með Fram gegn ÍA á dögunum.
Kennie Chopart í leik með Fram gegn ÍA á dögunum. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki

Danski knattspyrnumaðurinn Kennie Chopart hefur skrifað undir nýjan samning við Fram sem gildir út tímabilið 2026.

Kennie samdi við Fram fyrir yfirstandandi tímabil og skrifaði þá undir eins árs samning.

Mikil ánægja ríkir hins vegar með danska varnarmanninn sem hefur verið lykilmaður hjá Fram, sem er í sjötta sæti Bestu deildarinnar með 26 stig.

Hann er 34 ára gamall og lék fyrst hér á landi árin 2012-2013 með Stjörnunni. Hann kom aftur 2015 og lék þá fyrst með hálft tímabil en síðan með KR samfleytt til loka tímabilsins 2023. Kennie er sjöundi leikjahæsti leikmaður KR í efstu deild frá upphafi.

Samtals hefur hann leikið 229 leiki í efstu deild hérlendis og er næstleikhæsti erlendi leikmaðurinn í deildinni frá upphafi.

„Kennie, sem hefur verið einn af bestu leikmönnum liðsins, er ómetanlegur liðsstyrkur og hefur leikið lykilhlutverk í liði Fram á tímabilinu.

Kennie er mikill sigurvegari og hefur sannað sig sem leiðtogi bæði innan sem utan vallar, og framlenging samnings hans undirstrikar metnað félagsins til að viðhalda sterkum og reynslumiklum leikmannahópi,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudeild Fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert