Dramatískur sigur KA-manna

Adam Örn Arnarson og Hallgrímur Mar Steingrímsson eigast við.
Adam Örn Arnarson og Hallgrímur Mar Steingrímsson eigast við. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

KA vann dramatískan sigur á Fram, 2:1, í 20. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Framvellinum í dag. KA fer upp fyrir Fram og í sjötta sæti deildarinnar með sigrinum. Nú er Akureyrarliðið með 27 stig en Fram er með stigi minna í sjöunda sæti. 

Viðar Örn Kjartansson kom KA yfir á níundu mínútu, 1:0, en jöfnunarmark Framara var sjálfsmark. Sigurmark KA skoraði nýi maðurinn Dagur Ingi Valsson í blálok leiks og tryggði KA-mönnum stigin þrjú. 

Leikurinn var frekar jafn framan af en það voru gulir norðanmenn sem komust yfir þegar Viðar Örn Kjartansson skoraði laglegt mark á 9.mínútu. Hann fékk boltann vinstra meginn við D bogann og sneri honum í hornið fjær, 1:0

Sjö mínútum síðar voru gestirnir nálægt því að tvöfalda forystuna þegar Daníel Hafsteinsson fékk boltann rétt utan vítateigs, keyrði á vörn Framara, ætlaði að lauma honum á Viðar Örn en sendingin var aðeins of föst og Viðar náði ekki til boltans.

Á 20.mínútu náðu Framarar að jafna. Freyr Sigurðsson, leikmaður Framara, sendi boltann við endamörk, hægra meginn í teig KA, boltinn inn að marki og þar fékk Hans Viktor Guðmundsson, varnarmaður KA, boltann í sig og inn. Sjálfsmark og allt orðið jafnt, 1:1.

Það má segja að segja að Framarar hafi verið líklegri aðilinn til að komast yfir það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en leikurinn var þó mjög jafn.

Á 29. mínútu áttu Framarar fína sókn þar sem að Kennie Chopart þaut upp hægri vænginn, sendi háan bolta inn að teig KA þar sem að Fred Saraiva kom á sprettinum. Fred tók boltann á kassann, ætlaði að stýra honum að marki en þegar hann var að fara að skjóta þá var Stubbur búinn að minnka skotvinkilinn þannig að Fred skaut í hann og boltinn útaf.

Framarar hefðu svo allan tímann átt að komast yfir á 35.mínútu. Guðmundur Magnússon, sóknarmaður Fram, fékk boltann í teig KA, sólaði Stubb og ætlaði að renna boltanum í markið en Hans Viktor Guðmundsson náði að renna sér í boltann og bjarga á línu! Þarna náði Hans að bæta upp fyrir sjálfsmarkið fyrr í leiknum.

Staðan 1:1 í hálfleik.

Það var ekki mikið að frétta í byrjun síðari hálfleiks, bæði lið reyndu að skapa sér stöður og mikil barátta.

Á 63. mínútu fengu svo KA menn dauðafæri en þá átti Ásgeir Sigurgeirsson frábæra sendingu frá hægri inná teig Framara þar sem Viðar Örn fékk boltann. Viðar tók við boltanum og átti eins konar skot á lofti/vippu sem fór yfir markið. Þarna hefði fyrrum atvinnumaðurinn getað gert betur.

Leikurinn var frekar tíðindalaus í framhaldinu. Umdeilt atvik átti sér stað tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Fred, sóknarmaður Fram, fékk boltann vinstra meginn á vallarhelmingi KA, fór upp að teignum hægra meginn og ætlaði að gefa á Djaneiro Daniels en varnarmaður KA fékk boltann í löppina og svo í höndina. Framarar heimtuðu víti og Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, var alls ekki sáttur og lét dómarann heyra það. Rúnar uppskar gult spjald fyrir mótmælin.

Við fyrstu virðist eins og hönd leikmanns hafi verið í náttúrulegri stöðu og þarna hefði ekki átt leikbrot sér stað.

Á 93. mínútu fékk Daníel Hafsteinsson boltann hægra meginn á vallarhelmingi Fram. Hann átti frábæra sendingu inní vítateig Framara og þar var varamaðurinn Dagur Ingi Valsson, var réttur maður á réttum stað og skoraði sigurmark leiksins með góðum skalla. Staðan 2:1 fyrir KA og þannig lauk leiknum.

Dramatískur sigur gestanna frá Akureyri staðreynd og KA menn komnir í 6.sætið, stigi á undan Fram.

Dagur Ingi Valsson, sóknarmaður og markaskorari KA, var að leika þarna sinn annan leik fyrir félagið eftir að hafa verið keyptur frá 1. deildarliði Keflavíkur á dögunum. Sannkölluð draumabyrjun fyrir hann.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Liverpool 2:0 Brentford opna
90. mín. Bryan Mbuemo (Brentford ) fær gult spjald +4
Valur 3:1 Vestri opna
90. mín. Patrick Pedersen (Valur) skorar Lúkas Logi á sendingu inn á Patrick Pedersen sem sleppur einn í gegn hægra megin og klárar vel.
ÍA 1:2 Breiðablik opna
90. mín. Leik lokið
Fylkir 2:3 FH opna
90. mín. Böðvar Böðvarsson (FH) fær gult spjald Togar Guðmund Tyrfingsson niður til að stoppa skyndisókn.

Leiklýsing

Fram 1:2 KA opna loka
90. mín. Harley Willard (KA) fær gult spjald 90+1
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert