FH og Valur mættust í 18. umferð Bestur deildar kvenna í knattspyrnu í dag en þetta var síðasti leikur áður enn deildinni verður skipt í tvennt. Valur vann leikinn nokkuð örugglega 4:2.
Fyrri hálfleikur fór rólega af stað enn á 14. mínútu skoraði Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir frábært mark með skoti rétt fyrir utan teig. Valskonur voru ekki lengi að jafna metin þegar að Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði gott mark eftir frábæran undirbúning frá Ragnheiði Þórunni Jónsdóttur.
Eftir jöfnunarmarkið tók Valur öll völd á vellinum og fengu nokkur góð færi en boltinn vildi ekki inn. Á 35. mínútu féll Breukelen Woodard í grasið og virtist hún snúa illa upp á hnéð á sér með þeim afleiðingum að hún var borin af velli.
Á síðustu mínútum fyrri hálfleiks gerðist lítið en Valskonur áfram hættulegri.
Seinni hálfleikurinn var fjörugur en Jasmín Erla Ingadóttir kom Val yfir með frábæru marki á 57. mínútu og voru Valskonur með öll völd á vellinum. Á 73. mínútu var það Fanndís Friðriksdóttir sem skoraði þriðja mark Vals og gerði algjörlega út um leikinn.
Besti leikmaður vallarins Berglind Rós Ágústsdóttir kom Val í 4:1 með frábæru skoti en það var svo Berglind Freyja Hlynsdóttir sem klóraði í bakkann fyrir FH í uppbótartíma.
Þar við sat og Valskonur áfram á toppnum með 49 stig og FH enn með 25 stig í 5 sæti.