Erfitt að dæma ekki víti á þetta

Ísak Snær Þorvaldsson í baráttu í dag.
Ísak Snær Þorvaldsson í baráttu í dag. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki

„Við vissum að þetta myndi vera erfitt, Skagamenn eru sterkir og þéttir varnarlega og mjög góðir í að sækja en sem betur fer náðum við þessu í endann,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks eftir 2:1 sigur á ÍA í Bestu deild karla í fótbolta í dag.

Skagamenn voru með yfirhöndina og ýttu Blikum niður en Blikar náðu að snúa leiknum sér í hag undir lokinn.

„Ég veit ekki hvað gerðist, einbeitingaleysi eða þreyta en svo lengi sem maður rífur sig upp á endanum og klárar þetta og klárar alla orku sem maður hefur þá getum við ekki annað en verið sáttir,“ sagði Ísak við mbl.is eftir leikinn.

Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á síðustu mínútu uppbótartímans kom eftir að brotið var á Ísaki.

„Þetta hefði getað farið báðar áttir en það er erfitt fyrir hann að dæma ekki víti á þetta, ég stíg fyrir hann og hann neglir  í mig og boltann svo það er erfitt að dæma ekki myndi ég halda.“ 

Blikar voru undir í einhvern tíma en komu vel til baka og eru nú í toppsæti deildarinnar með 43 stig.

„Það hefði verið svekkjandi að tapa þessum stigum. Það var mjög mikilvægt að ná sigri í dag og þetta var sterkur sigur og mjög mikilvæg þrjú stig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert