Hún launaði traustið

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar. mbl.is/Kristín Hallgrímsdóttir

„Ég er bæði himinlifandi og glaður því við vorum að spila við gott lið sem er búið að vera á mikilli uppleið,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson þjálfari kvennaliðs Þróttar, sem vann Stjörnuna 1:2 í Garðabænum í 18. og síðustu umferð Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu og tryggði sér þannig sæti í úrslitakeppnina meðal sex efstu.

„Mér fannst þetta erfiður leikur.  Spilamennskan hjá okkur úti í velli var góð en fannst jafnvel að vanta að skapa eitthvað á síðasta þriðjungnum.  Skorum samt frábært mark í fyrri hálfleiknum eftir að hafa lent undir.  Svo mér fyrsta korterið í seinni hálfleik bara fínt, þrjár góðar frískar sem komu inná hjá okkur en þegar um tíu mínútur voru eftir fannst mér leikurinn komin í eitthvað fullmikla panik og ákvað þá að taka áhættuna, setti miðvörðinn upp og hún launaði traustið með að skora,“ bætti þjálfarinn við en Sóley María Steinarsdóttir, sem jafnan leikur í miðri vörninni var sett í fremstu röð og skoraði sigurmarkið en hún fékk stoðsendingu frá Ísabellu Önnu Húbertsdóttur, sem komið hafði inná 8 mínútum fyrr.

Hann var ánægður með hugarfar leikmanna, sem hefðu ítrekað náð sér eftir erfið augnablik. „Mér fannst alls ekki stress hjá okkur því við ræddum fyrir leikinn að það þyrfti bara hugrekki.  Sumarið hefði verið brekka hjá okkur með eitt stig eftir fyrstu sex umferðirnar en við komumst út úr því, svo hefðum við lent undir eins og gegn Tindastól og Keflavík en allt komið til baka. Liðið hjá mér veit því að það býr mikið í því þegar það stendur saman, eins og hefur verið í allt suma og vonin hefur alltaf verið til staðar,“ bætti Ólafur við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert