Blikar í toppsætið eftir dramatík á Akranesi

Blikinn Kristinn Jónsson í baráttunni við Skagamanninn Jón Gísla Eyland …
Blikinn Kristinn Jónsson í baráttunni við Skagamanninn Jón Gísla Eyland Gíslason. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki

Breiðablik sigraði ÍA, 2:1, í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir dramatískar lokamínútur á Akranesi í dag.

Blikar taka toppsætið af Víkingum en þeir eiga leik til góða. ÍA er enn í fjórða sæti með 35 stig.

Skagamenn byrjuðu vel og fengu tvö hættuleg færi strax í byrjun en Anton Ari Einarsson bjargaði þeim tvisvar á stuttum tíma.

Það kom fyrirgjöf frá hægri strax á fyrstu mínútu og varnarmenn Blika reyndu að koma boltanum burt en hann endaði fyrir aftan miðvarðarparið og Ingi Þór Sigurðsson komst í skot af stuttu færi en Anton varði.

Á fjórðu mínútu kom Hinrik Harðarson með góða fyrirgjöf, föst niðri og Blikar hreinsuðu en það fór ekki lengra en á Inga Þór í miðjum teignum sem potaði boltanum á markið en Anton varði.

Leikurinn var rólegur eftir það. Blikar meira með boltann en skröpuðu ekki hættuleg færi fyrr en á 30. mínútu. Þá fékk liðið þrjár hornspyrnu í röð og í þriðju voru Skagamenn nálægt því að skora sjálfsmark, Höskuldur Gunnlaugsson tók spyrnuna sem fór á nær en Johannes Björn Vall skallaði boltann á fjærstöngina, þar var Viktor Jónsson á vaktinni og skallaði boltann burt.

Daniel Obbekjær kom boltanum í netið á 52. mínútu eftir hornspyrnu en var rangstæður, eftir það tóku Skagamenn öll völd. Hinrik Harðarson var nálægt því að koma ÍA yfir á 56. mínútu eftir hættulega fyrirgjöf frá Marko Vardic en Anton varði skallann af stuttu færi.

Johannes Björn Vall átti frábæran sprett upp hálfann völlinn á 63. mínútu og kom með frábæra fyrirgjöf á fjær sem Hlynur Sævar Jónsson skallaði inn, staðan 1:0.

Blikar vöknuðu eftir það, fóru ofar á völlinn og tókst loks að skora á 82. mínútu en Kristófer Ingi Kristinsson skoraði það líklegast. Boltinn kom inni í teig og hann og Jón Gísli Eyland Gíslason voru í baráttu í teignum og boltinn endaði í netinu.

Blikar héldu áfram að sækja og komust yfir eftir vítaspyrnu sem Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr á fimmtu mínútu uppbótartímans eftir að brotið var á Ísak inni í teig. Lokatölur 2:1 fyrir gestunum.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Liverpool 2:0 Brentford opna
90. mín. Bryan Mbuemo (Brentford ) fær gult spjald +4
Valur 3:1 Vestri opna
90. mín. Patrick Pedersen (Valur) skorar Lúkas Logi á sendingu inn á Patrick Pedersen sem sleppur einn í gegn hægra megin og klárar vel.
Fram 1:2 KA opna
90. mín. Harley Willard (KA) fær gult spjald 90+1
Fylkir 2:1 FH opna
45. mín. Hálfleikur Það eru heimamenn sem eru yfir í hálfleik!

Leiklýsing

ÍA 1:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert