Tökum öll 15 stigin og verðum meistarar

Blikarnir Barbára Sól Gísladóttir og Karitas Tómasdóttir í baráttu í …
Blikarnir Barbára Sól Gísladóttir og Karitas Tómasdóttir í baráttu í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Katrín Ásbjörnsdóttir var á skotskónum í dag þegar lið hennar Breiðablik vann Víkinga 4:0 á Kópavogsvelli í Bestu deildinni í fótbolta. Katrín skoraði eitt af mörkum Blika í leiknum. Spurð út í hvað hafi skapað sigurinn í dag sagði Katrín þetta:

„Við vorum með leikplanið klárt og fórum eftir því. Við ætluðum að spila vel líkt og í síðustu tveimur leikjum og skapa fullt af færum. Fyrri hálfleikur var fínn hjá okkur en við vorum ekki að koma boltanum í netið en við vissum alltaf að við myndum ná að skora í síðari hálfleik og það tókst mjög snemma. Það er alltaf mikilvægt að ná inn þessu öðru marki því það róar taugarnar. Síðan kom þriðja markið fljótlega á eftir og þá var þetta bara þægilegt eftir það."

Þið skorið snemma í leiknum og svo klikkið þið á víti. Svo kom mikið magn af góðum færum en ekkert gekk við að koma boltanum í netið. Áttu einhverja skýringu á því af hverju boltinn vildi ekki inn?

„Svo lengi sem við erum að koma okkur í þessi færi og erum að spila vel þá skorum við á endanum og höfum ekki áhyggjur af því. Frammistaðan var góð dag og við vikan var góð í undirbúningi ásamt því að undanfarnar vikur hafa verið fínar fyrir okkur þannig okkur hlakkar bara til að fara í þessa úrslitakeppni."

Tölum aðeins um lokaumferðirnar. Valskonur eiga eitt stig á ykkur, 15 stig í pottinum. Hvernig sérðu framhaldið fyrir þér?

„Við tökum öll 15 stigin sem eftir eru og verðum Íslandsmeistarar," sagði Katrín í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert