Tvær tvennur í Árbænum

Sandra María Jessen skoraði tvö.
Sandra María Jessen skoraði tvö. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Fylkir og Þór/KA gerðu 2:2 jafntefli í Bestu deild kvenna í fótbolta í Árbænum í dag. Helga Guðrún Kristinsdóttir skoraði bæði mörk Fylkis í dag en Sandra María Jessen bæði mörk Þór/KA í leiknum.

Fylkir endar því hefðbundna deildarkeppni í níunda sæti með tíu stig en Þór/KA endar í þriðja sætinu með 30 stig. Nú tekur verður deildinni skipt en Fylkir keppir í neðri hlutanum og Þór/KA í efri hlutanum.

Leikurinn í dag byrjaði með látum en strax á 9. mínútu leiksins kom Sandra María Jessen liði Þór/KA yfir en hún komst þá í gott færi og setti boltann smekklega framhjá Tinnu Magnúsdóttur sem var í marki Fylkis.

Aðeins þremur mínútum síðar náði Fylkir að jafna metin en þá átti Abigail flotta sending inn fyrir á Helgu Guðrúnu Kristinsdóttir og hún náði að skalla boltann yfir Shelby Money, sem var í marki Þór/KA í dag, en Shelby kom vel á móti Helgu sem gerði vel að koma boltanum í netið.

Eftir þetta jöfnunarmark tók Þór/KA öll völd á vellinum og voru ansi nálægt því nokkrum sinnum að koma boltanum í netið en meðal annars fékk Sandra Jessen tvö fín færi en náði ekki að koma boltanum í netið. Lið Fylkis varðist vel en þegar það fór framar á völlinn var það afar hættulegt.

Úr einni slíkri sókn náðu leikmenn Fylkis einmitt að skora en aftur var það Abigail Boyan sem átti stoðsendinguna en að þessu sinni vann hún skallaeinvígi og boltinn barst á Helgu Guðrúnu sem setti boltann örugglega í netið.

Á lokasekúndu fyrri hálfleiks fékk Sandra María tækifæri til að jafna metin fyrir Þór/KA en hún fékk þá flotta sendingu inn á teiginn en var í þröngri stöðu og náði ekki nægilega góðu skoti og Tinna Brá varði vel frá henni.

Helga Guðrún átti fyrsta færið í seinni hálfleik en þá tók hún góðan sprett upp hægri kantinn og kom sér inn á teiginn en skotið er ekki nægilega fast og Shelby Money varði skotið örugglega.

Á 53. mínútu leiksins náði Þór/KA að jafna metin en þá átti Bryndís Eiríksdóttir flotta sending fyrir markið og þar var Sandra María sem tók boltann niður, tók eina gabbhreyfingu og negldi boltanum í netið.

Afar vel gert hjá Söndru en þetta var tuttugasta mark hennar í deildinni í sumar. Leikmenn Þór/KA voru nær því að skora sigurmarkið í Árbænum en fleiri urðu mörkin eftir og 2:2 jafntefli því niðurstaðan.

Nú verður deildinni skipt en Fylkir mun spila í neðri hlutanum ásamt Keflavík, Tindastóli og Stjörnunni. Fyrsta umferðin í neðri hlutanum fer fram sunnudaginn 1. september.

Þór/KA mun aftur á móti spila í efri hlutanum en þar spila sex lið en þau eru Valur, Breiðablik, Þór/KA, Víkingur, FH og Þróttur. Fyrsta umferð í efri hlutanum verður föstudaginn 30. ágúst og laugardaginn 31. ágúst.

Fylkir 2:2 Þór/KA opna loka
90. mín. Anna Guðný Sveinsdóttir (Þór/KA) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert